Bilun í vatnsveitu í Sunnubraut – lokið

Kristján IngiFréttir

Uppfært: Vatnsstreymi á götunni er hætt og reyndist hafa annan uppruna en vegna bilunar í kerfinu. Afhending á köldu vatni og umferð um Sunnubraut verður því óskert.

 

Seint í gærkvöldi varð vart við leka á vatnslögn í Sunnubraut við gatnamót Gunnarsbrautar. Á morgun, fimmtudaginn 28. febrúar, verður unnið að viðgerð á lekanum og má búast við að loka þurfi fyrir vatn í skamma stund vegna þess. Það mun hafa áhrif á hús í norðurhluta þorpsins, frá og með Miðbraut. Tímasetning gæti verið um kaffileytið eða seinni partinn.

Íbúar skulu því varast að hafa þvottavélar í gangi eftir hádegi og hafa krana lokaða þegar hleypt er aftur á.

Líklegt er að loka þurfi fyrir umferð um Sunnubraut neðan Gunnarsbrautar meðan unnið er að viðgerð. Hjáleið yrði niður með sjó.

Fréttin verður uppfærð þegar viðgerð er lokið.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei