Söfnunarstöð fyrir úrgang – gjaldtaka

Kristján IngiFréttir

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt uppfærð gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð sem tekur gildi frá og með 1. febrúar.
Fyrir utan hækkun á almennu sorphirðugjaldi í samræmi við aukinn kostnað í málaflokknum er tekið upp nýtt fyrirkomulag við gjaldtöku við móttöku gjaldskylds úrgangs á söfnunarstöðinni í Búðardal.

Árin 2021 og 2022 var notast við klippikort sem allir greiðendur sorphirðugjalda fengu send árlega, þau kort hafa nú verið lögð niður. Þess í stað verður innheimt eftir magni fyrir gjaldskyldan úrgang við hverja losun. Það er í samræmi við „borgað-þegar-hent-er“ aðferðarfærðina og ákvæði í lögum um að ákveðinni hluti innheimtu vegna úrgangsmála sé breytilegur eftir magni úrgangs.

Greitt er 5.200 kr. fyrir hvern rúmmetra (m3). Starfsmaður stöðvar metur umfang úrgangs og er greitt fyrir þann úrgang á staðnum með posa (ekki tekið við reiðuféi). Ekki er innheimt fyrir úrgang undir 0,25 m³ (samsvarar venjulegri heimilistunnu eða 1,5 ruslapoka). Við komu á söfnunarstöð skal tala við starfsmann stöðvar áður en losun hefst.

Áfram verður þó hægt að nota „AUKAKORT“-klippikortin, þar sem greitt hefur verið sérstaklega fyrir þá rúmmetra. Fyrirtæki og rekstraraðilar geta fengið „AUKAKORT“ (til 2 m³ og 4 m³) á opnunartíma skrifstofu Dalabyggðar. Viðkomandi fá sendan reikning þar sem innheimt er fyrir fjölda rúmmetra samkvæmt gildandi gjaldskrá.

Við heimsókn á gámastöðina skal úrgangurinn vera vel flokkaður. Ef ekki er flokkað og erfitt að sjá hverju er verið að henda, t.d. ef rusl er í svörtum ruslapokum, þá verður innheimt fyrir öllum úrganginum.

Gjaldskyldur úrgangur er litað timbur, grófur úrgangur, steinbrot, gler og almennur úrgangur og verður innheimt fyrir losun frá og með fimmtudeginum 1. febrúar 2024.
Nánari upplýsingar um opnunartíma og fyrirkomulag má alltaf nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei