Nýtt fyrirkomulag sorphirðu hafið

Kristján IngiFréttir

Íslenska Gámafélagið fór sinn fyrsta hring um Dalina á miðvikudaginn síðasta, 13. janúar. Tunnur í Búðardal og dreifbýli vestan við voru tæmdar í þetta skiptið. Næsta hirðing skv. sorphirðudagatali er 27. janúar og verður þá tæmt aftur í Búðardal og farið í dreifbýli sunnan þorpsins. Þannig verður gangurinn fram í byrjun maí, hirt í Búðardal á tveggja vikna fresti (1 …

Heilsugæslan – breyttur opnunartími

Kristján IngiFréttir

Frá og með mánudeginum 18. janúar 2021 verður heilsugæslustöðin í Búðardal opin frá kl. 9:00 til kl. 15:00 – ath. að ekki er um skertan opnunartíma að ræða þar sem framvegis verður opið í hádeginu í stað þess að vera opið til kl. 16:00. Opnunartími á Reykhólum verður óbreyttur eða frá kl. 10:00 til kl. 16:00 (með fyrirvara um styttingu …

Breytt móttaka endurvinnslu

Kristján IngiFréttir

Frá áramótum hefur Íslenska Gámafélagið tekið alfarið yfir rekstur og umhirðu gámasvæðisins í Búðardal. Staðsetning íláta og skipulag verður með svipuðum sniði og áður, en móttaka og flokkun getur verið með aðeins breyttu sniði. Íbúar og aðrir notendur eru því hvattir til að ráðfæra sig við starfsmann á staðnum fyrir losun. Stærsta breytingin fellst í móttöku endurvinnsluúrgangs. Í stað margra …

Dalaveitur – viðgerð lokið

Kristján IngiFréttir

Vegna viðgerðar á ljósleiðarastofni Dalaveitna í Hvammssveit: Búið er að tengja þann hluta stofnsins sem veitir notendum samband. Það eiga því allir að vera komnir með nettengingu, en áfram verður unnið að tengingu og frágangi á staðnum. Standi tengingin á sér má prófa að endurræsa netbeini (e. rouder). Hafið annars samband við verkefnastjóra Dalaveitna, sbr. tilkynning um rof.

Dalaveitur – tilkynning um rof á sambandi

Kristján IngiFréttir

Vegna viðgerðar á ljósleiðarastofni verður samband rofið á afmörkuðu svæði í Hvammssveit og á Fellsströnd, frá og með Ásgarði til og með Lyngbrekku/Staðarfells. Áætlað er að rjúfa kl. 10 á miðvikudaginn næsta, 6. janúar. Tengingar munu týnast inn í áföngum yfir daginn en áætlað að síðustu notendur verði komnir með samband eigi síðar en kl. 18. Öllu jafna á sambandið …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 200. fundur

Kristján IngiFréttir

FUNDARBOÐ 200. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 10. desember 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2005008 – Fjárhagsáætlun 2021 – 2024 – síðari umræða 2. 2011013 – Atvinnumálanefnd – erindisbréf 3. 2011029 – Ungmennaráð Dalabyggðar 2020 – 2021 4. 2003016 – Jafnlaunastefna 5. 2011038 – Ósk um umsögn v.breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps 6. 2009005 – …

Lokað fyrir vatn í Hvömmum

Kristján IngiFréttir

Vegna tengivinnu er áætlað að loka fyrir kalt vatn tímabundið í suðurhluta Búðardals næsta miðvikudagsmorgun,  20. maí. Hefur þetta áhrif á öll íbúðarhús Brekku-, Bakka- og Lækjarhvamms auk húsa 1-9 við Stekkjarhvamm. Skrúfað verður fyrir um kl. 9:30 og er vonast til þess að þrýstingur verði kominn á um hádegi, gangi allt að óskum. Fyrirspurnir sendist á kristjan@dalir.is eða í …

Kynning á endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar

Kristján IngiFréttir

Vinna við endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar hófst formlega í byrjun ársins og er hún í höndum Verkís verkfræðistofu. Skipulags- og matslýsing verkefnisins er nú í auglýsingaferli en talsetta yfirferð á verkefninu má finna á YouTube rás Dalabyggðar í formi glærukynningar: Glærur án tals: ASK Dalabyggðar_kynning_lysingar (ID 149239)   Hér að neðan má nálgast vefsjá fyrir ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulagsins. Þar geta íbúar …