Laust starf: Ræstingar hjá Krambúðinni

DalabyggðFréttir

Krambúðin Búðardal óskar eftir starfskrafti til að sjá um ræstingar í versluninni frá og með 1.júlí 2020. Áhugasamir sendi upplýsingar eða fyrirspurnir á netfangið budardalur@krambudin.is eða hafi samband við Sylvíu verslunarstjóra í síma 848-1991. Sjá einnig: „Laus störf„

Laus störf: Störf á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Lausar eru stöður sjúkraliða, félagsliða eða almennra starfsmanna í aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu á Fellsenda. Heimilið sérhæfir sig í þjónustu við geðfatlaða. Starfið er bæði fjölbreytt og lærdómsríkt. Um er að ræða vaktarvinnu en starfshlutfall getur verið samkomulag. Einnig er verið að leita að hæfileikaríkum einstaklingi til þess að sjá um félagsstarf fyrir íbúa heimilisins í 60-80% starf í dagvinnu. Nánari …

Sumarstörf fyrir námsmenn

DalabyggðFréttir

Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku eða til mánudagsins 15.júní n.k. Laus eru til umsóknar þrjú sumarstörf fyrir námsmenn sem eru hluti af átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og er þetta tiltekna úrræði bundið eftirfarandi skilyrðum: Ráðningarsambandið varir að hámarki í tvo mánuði og skal eiga sér stað á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst næstkomandi. …

Ráðstefna um aukið samstarf safna á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Í streymi frá Safnahúsi Borgarfjarðar 12.júní 2020, hefst kl.09:00. Samtök sveitarfélaga á vesturlandi halda vefráðstefnu um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Ráðstefnan hefst á fræðsluerindum um safnastarf og starf safna á landsbyggðinni, en seinni hluti ráðstefnunnar er málþing safnafólks, starfsmenn menningarverkefna sveitarfélaganna og nefndarmenn menningarmálanefnda á Vesturlandi. Fræðsluerindin eru öllum opin og verða streymt á Facebook síðu SSV úr Safnahúsi …

Kvennahlaup ÍSÍ

DalabyggðFréttir

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Kvennahlaupið í Búðardal verður því 13. júní kl. 11.00. Byrjum í Björgunarsveitarhúsinu, Vesturbraut 12, og hlaupum stóra hringinn í Búðardal. Í ár verða ekki seldir bolir á hlaupastað en hægt er að panta þá með því að smella hér: PANTA BOL Einnig er hægt …

Vinnufundur um Vestfjarðaleiðina

DalabyggðFréttir

Í dag var haldinn vinnufundur með Vesfjarðarstofu og Vesturlandsstofu vegna nýju ferðaleiðarinnar „Vestfjarðaleiðin“. Vinnan á fundinum snéri að því að greina hvað það væri á svæðinu sem heyrði undir mismundani þema í ferðaleiðinni s.s. matarupplifun, söguslóðir og gönguleiðir. Var vel mætt á fundinn og fór Vestfjarðastofa frá honum hlaðin hugmyndum.  

Leikjanámskeið sumarið 2020

DalabyggðFréttir

Leikjanáskeiðið í ár hefst mánudaginn 8.júní og líkur 25.júní. Námskeiðið er frá mánudegi til fimmtudags frá 13:00 – 16:00 og skulu krakkarnir taka með sér nesti fyrir 1 nestistíma. Það er 1 frídagur á þessu tímabili og er það miðvikudagurinn 17. Júní. Leiðbeinendur í ár eru Soffía Meldal Kristjánsdóttir og Sara Björk Karlsdóttir. Við ætlum að stækka námskeiðið í ár …

Sumarstörf fyrir námsmenn

DalabyggðFréttir

Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku eða til mánudagsins 8.júní n.k. Laus eru til umsóknar þrjú sumarstörf fyrir námsmenn sem eru hluti af átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og er þetta tiltekna úrræði bundið eftirfarandi skilyrðum: Ráðningarsambandið varir að hámarki í tvo mánuði og skal eiga sér stað á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst næstkomandi. …

Vinnufundur í Búðardal: Vestfjarðaleiðin

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 4. júní kl. 14:00 munu Vestfjarðastofa og Vesturlandsstofa halda fund um ferðaþjónustu í Dalabyggð í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11, Búðardal – fundarsal á 2.hæð. Fjallað verður um þróun nýrrar ferðamannaleiðar, Vestfjarðaleiðin, og farið yfir tengingu við áfangastaði innan svæðisins. Við hvetjum ferðaþjóna á svæðinu, sem og aðra áhugasama um uppbyggingu ferðaþjónustu, að mæta á fundinn og taka þátt í …