Deiliskipulag – Auðarskóli og íþróttamiðstöð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 10. desember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð, þ.e. íþróttahús og sundlaug.

Skipulagssvæðið er um 17.839 m2 að stærð og er staðsett við Miðbraut 6B, 8 og 10 í Búðardal og eru þar fyrir grunn- og leikskóli og félagsheimilið Dalabúð.

Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 04.12.2020 og greinargerð/umhverfisskýrslu dags. 04.12.2020 og munu gögnin vera til sýnis frá 6. janúar 2021 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Gögnin má einnig nálgast hér:

Tillaga að deiliskipulagi – Auðarskóli og íþróttamiðstöð í Búðardal

Tillaga að deiliskipulagi – Greinargerð ásamt umhverfisskýrslu – Auðarskóli og íþróttamiðstöð í Búðardal

Umsagnir, ábendingar og athugasemdir skal vinsamlegast skila til skrifstofu Dalabyggðar í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11 Búðardal, eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is fyrir 18. febrúar 2021. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir skipulagstillögunni.

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei