Viltu vera heimsóknarvinur og láta gott af þér leiða?

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur óskað eftir samstarfi við Rauða krossinn í Dölum og Reykhólahreppi um að auglýsa eftir heimsóknavinum fyrir einstaklinga sem búa á Silfurtúni. Vinaverkefni er eitt elsta og stærsta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins á Íslandi. Vinir Rauða krossins eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn er það …

Skimun fyrir leghálskrabbameini 9. febrúar

DalabyggðFréttir

Skimun fyrir leghálskrabbameini verður 9. febrúar Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is Tímapantanir eru í síma 432 1450

Covid-19 örvunarskammtur – janúar 2023

DalabyggðFréttir

Covid-19 örvunarskammtur  –  næst verður bólusett föstudaginn 27. janúar Fólk 60 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er hvatt til að þiggja örvunarskammt af bóluefni við Covid-19 ef fjórir mánuðir eða meira eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Upplýsingar um fyrri bólusetningar má sjá á heilsuvera.is Bóka þarf tíma í bólusetningu í síma 432 1450

9,7 milljónir úr Uppbyggingarsjóði í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) var haldin föstudaginn 20. janúar sl. Heildarúthlutun styrkja var 48.080.000 krónur og var þeim úthlutað á 81 verkefni en alls bárust 121 umsókn í þremur flokkum: Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir, Menningarstyrkir og Stofn- og rekstrarstyrkir menningar. Það er ánægjulegt að segja frá því að 9.700.000kr.- komu í hlut verkefna í Dalabyggð eða 13 verkefni …

Ný heimasíða Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Auðarskóli í Búðardal hefur tekið í notkun nýja heimasíðu. Veffang síðunnar er audarskoli.is. Auðarskóli var stofnaður þann 1. ágúst 2009 við sameiningu allra skólastofnana í Dalabyggð. Skólinn er því samrekinn skóli með fjórar fjárhagslega sjálfstæðar deildir; leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla og mötuneyti. Eins og gefur að skilja er því nokkuð mikið efni sem hýst er á nýrri síðu. Uppfærsla á heimasíðunni …

Átak í asparræktun – námskeið

DalabyggðFréttir

Mikill og vaxandi áhugi er á skógrækt í landinu og fram hefur komið að skortur er á skógarplöntum til að mæta aukinni eftirspurn. Óvíða eru betri skilyrði fyrir skógrækt en í Dalabyggð og hafa nú nokkrir aðilar tekið höndum saman um að vinna að því að koma á fót plöntuframleiðslu á svæðinu. Eitt verkefni á því sviði felst í að …

Framkvæmdir á bókasafni

DalabyggðFréttir

Næstu daga standa yfir framkvæmdir á Héraðsbókasafni Dalasýslu sem valda því að barna- og unglingabækur verða ekki alveg jafn aðgengilegar og venjulega. Við biðjumst velvirðingar á þessum truflunum og vonumst til að geta komið öllu í samt horf sem fyrst.

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar

DalabyggðFréttir

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2023. Heildarúthlutunarfé sjóðsins að þessu sinni 580,3 milljónir króna. Umsóknarfrestur verður til miðnættis 28. febrúar 2023. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum: Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi, úr hugmynd yfir í …

Menningarmálaverkefnasjóður – síðasti dagur á morgun!

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2023 eru 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 14. …