Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs.

Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja skólaönn.

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð má finna hér:
Reglur (uppfærðar í ágúst 2023)
– Eyðublað

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning ungmenna 15 – 17 ára sendist á netfangið magnina@dalir.is

Vinsamlegast athugið að með umsókn þarf að fylgja staðfesting á skólavist, auk afrits af húsaleigusamningi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei