Samhristingur ferðaþjóna (og áhugafólks) 24. nóvember

DalabyggðFréttir

Samhristingur ferðaþjóna í Dalabyggð verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember í Dalabúð og hefst kl.17:00. Hvetjum einnig þá sem starfa ekki í/við ferðaþjónustu en hafa áhuga á atvinnugreininni, viðskiptatækifærum og atvinnuþróun til að skrá sig og mæta. Dagskrá samanstendur af nokkrum stuttum kynningum bæði til fræðslu og gamans. Þá verður gefið svigrúm fyrir ferðaþjóna og aðra gesti til að taka samtal …

Fræðsludagskrá – fyrri hluti nóvember 2022

DalabyggðFréttir

Og fræðsludagskrá í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar heldur áfram. Þennan fyrri hluta nóvember verður annars vegar kynningarfundur og hins vegar kaffispjall á dagskrá:   Miðvikudagurinn 2. nóvember kl.17:00  – Kynningarfundur: „HEFJA REKSTUR/STOFNA FYRIRTÆKI – HVAÐ GERI ÉG?“ Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuþróunar hjá SSV fer yfir fyrstu skrefin við að stofna fyrirtæki og hefja eigin rekstur.   Þriðjudagurinn 8. nóvember kl.18:00  – Kaffispjall: …

Nýtt hlaðvarp – Lífið á Laugum

DalabyggðFréttir

Lífið á Laugum er nýtt hlaðvarp upprunnið í Dölunum um lífið á heimavistinni í Laugaskóla Sælingsdal. Hlaðvarpið er í umsjón Sigrúnar Hönnu Sigurðardóttur og Kristínar Bjarkar Jónsdóttur sem ræða við fyrrum nemendur og starfsfólk skólans um tímann þeirra á Laugum. Það er ýmislegt sem rifjast upp þegar hugurinn hvarflar aftur á bernskuslóðir og sumt er jafnvel látið flakka núna sem …

Óskað eftir framboðum í ungmennaráð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hér má sjá kynningu á ungmennaráði og frekari upplýsingar um störf þess. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra …

Formaður Landssambands eldri borgara í heimsókn 2. nóvember

DalabyggðFréttir

Helgi Péturson formaður Landssambands eldri borgara ætla að koma og hitta Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólum í Rauða kross húsinu (Vesturbraut 12) miðvikudaginn 2. nóvember n.k. kl.16:00. Helgi fer yfir málin sem eru á borðum Landsambandsins og tekur spjall við heimamenn. Heitt á könnunni. Nýjir félagar velkomnir!

Hrekkjavaka 31. október 2022

DalabyggðFréttir

Í tilefni af hrekkjavöku 31. október ætlum við að starta smá hrekkjavökugleði. Mánudaginn 31. október milli kl.17:30 og 20:00 geta börn gengið í hús og sníkt nammi. Ef húsið er skreytt þá mega börnin banka uppá og sníkja nammi. Þeir sem hafa ekki tök á að skreyta en vilja vera með geta sent skilaboð á Þóreyju eða Jóhönnu Lind og …

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi 2022

DalabyggðFréttir

Þann 20. október sl. var haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. Dagurinn hófst á Miðhrauni Lava Resort þar sem gestir fengu morgunverðarhlaðborð og hlustuðu á áhugaverðar kynningar frá Markaðsstofu Vesturlands, Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Hæfnisetrinu og Svæðisgarðinum. Í hádeginu voru bornar fram súpur, að því loknu var stutt kynning á Miðhrauni áður en haldið var af stað út að Langaholti. Þar beið rúta …

Augnlæknir og leghálskrabbameinsskimun

DalabyggðFréttir

Augnlæknir fimmtudaginn 27. október Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 27. október nk. Tímapantanir eru í síma  432 1450   Skimun fyrir leghálskrabbameini 1. nóvember Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is Tímapantanir eru í síma 432 …

Til sölu: Félagsheimilið Staðarfell

DalabyggðFréttir

Húsið er reisulegt og mjög fallegt útsýni yfir Hvammsfjörð og víðar um Breiðafjörðinn. Eignin er steinsteypt á tveimur hæðum, samals birt stærð 336,0fm. sem skiptist í efri hæð 226,2fm. og neðri hæð 109,8fm. sem er ekki að öllu leyti með fulla lofthæð. Gólf milli hæða er timburgólf og því auðvelt að opna á milli. Frekari upplýsingar og myndir má finna …

Rafmagnstruflanir 24.10.2022

DalabyggðFréttir

Rafmagnstruflanir verða í Dalabyggð frá Narfeyri að Ólafsdal og allt þar á milli 24.10.2022 frá kl 13:00 til kl 17:00 vegna vinnu í aðveitustöð Glerárskógum. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof