Í gær, þriðjudaginn 6. júní, var Klasi safna, sýninga og setra formlega stofnaður á Vesturlandi. Viðburðurinn fór fram í Snorrastofu í Reykholti. Stofnunin er afrakstur vinnu sem hefur verið yfirstandandi síðan árið 2019, en í Byggðaáætlun 2018-2024 er rætt um að stofnuð verði ábyrgðarsöfn á landsbyggðinni og söfn fari í auknara samtarf eða sameinist. Í Sóknaráætlun Vesturlands 2019-2024 í kafla …
Af kynningum ímyndaskýrslu og samanburðarskýrslu
Vífill Karlsson fagstjóri atvinnu- og byggðaþróunarsviðs SSV og Bjarki Þór Grönfeldt lektor hjá Háskólanum á Bifröst heimsóttu Dalabyggð í gær, mánudaginn 5. júní með tvær kynningar sem fóru fram í Nýsköpunarsetrinu. Annars vegar var um að ræða kynningu Vífils á skýrslunni „Margur er knár þó hann er smár“ þar sem skoðuð var ítrekuð ólík útkoma úr íbúakönnun landshlutanna. Þar voru …
Tillaga að deiliskipulagi Áarlands á Skarðsströnd
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 13. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Áarlands á Skarðsströnd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er ræða deiliskipulag frístundabyggðar, tjaldsvæðis og aðstöðu tengdri ferðaþjónustu og stangveiði á jörðinni. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, og er aðgengileg á heimasíðu Dalabyggðar, hér fyrir neðan. Athugasemdir skulu vera …
Akstur úr Búðardal í Borgarnes fyrir nemendur og almenning fær hátt í 13 milljónir að styrk
Í vikunni barst jákvætt svar frá Byggðastofnun þar sem fengust 12.850.000kr.- í tilraunaverkefni til að samþætta og opna akstur úr Búðardal í Borgarnes fyrir bæði nemendur og almenning. Þannig verður m.a. hægt að bjóða framhaldsskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Markmiðið er að bæta þjónustu við nemendur og almenning sem og að skapa betri nýtingu …
Rafmagnslaust á Fellsströnd vegna viðhalds á dreifikerfi
Rafmagnslaust verður á Fellsströnd frá Ásgarði að Túngarði 05.06.2023 frá kl 12:00 til kl 13:00 vegna viðhalds í dreifikerfið RARIK. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Firmakeppni Hesteigendafélags Búðardals
Firmakeppni Hesteigendafélags Búðardals verður haldin laugardaginn 3. júní kl 14:00 á reiðvellinum í Búðardal. Keppt verður í 3 flokkum: – 10- 17 ára. – Fullorðinsflokki – Pollaflokkur í reiðhöllinni. Vegleg verðlaun. Endilega mætið í búning þeir sem eiga og eða skreytið hestana. Dalahestar í boði Hesteigendafélagins verða í reiðhöllinni með hesta fyrir þá sem vilja fara bak kl 15:00. Að …
Önnur úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs
Fimmtudaginn 1. júní var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og var úthlutunarhátíðin haldin í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar í Búðardal. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Verkefnið hófst í mars á síðasta ári. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Þetta er í annað sinn sem úthlutað …
Sturluhátíð 15. júlí 2023
Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 15. júlí nk. – á dagskrá verða m.a. afhjúpun söguskilta, söguganga, erindi og tónlistaratriði. Hátíðin er kennd við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum. Hátíðin hefst við Staðarhól, Saurbæ í Dölum, með afhjúpun söguskilta sem Sturlufélagið hefur látið útbúa og gefa innsýn í sögu sagnaritarans og Sturlungu. Að því loknu förum …
Kósýtónleikar Bríetar í Hjarðarholtskirkju við Búðardal
Það er senn á ný komið að kósýtónleikum Bríetar þar sem hún, Rubin Pollock og Þorleifur Gaukur koma fram saman og flytja saman tónlist Bríetar í fallegum og rólegum útsetningum. Tónleikarnir fara fram 8. júní – Hjarðarholtskirkju við Búðardal kl. 21:00. Miðasala á tix.is – eða hér: BRÍET í Hjarðarholtskirkju Hlökkum til að sjá ykkur! Ef þið komist ekki á …
Sveitarstjóri á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis
Sveitarstjóri Dalabyggðar, Björn Bjarki Þorsteinsson, fór á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun, þriðjudaginn 30. maí, þar sem fjallað var um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir). Dalabyggð sendi inn umsögn við málið í mars sl. Sveitarstjóri fylgdi nú málinu eftir hjá nefndinni í samræmi við áður innsenda umsögn. Dalabyggð tók fram í umsögn sinni að verkferlar …