Kjötiðnaðarnámskeið – af beini til afurðar

DalabyggðFréttir

Tveggja daga námskeið í Miðskógi í Dalabyggð

Laugardaginn 30. september kl. 09:00 – 16:00
Sunnudaginn 1. október kl. 09:00 – 15:00

Verð: 80.000kr með lambsskrokk
Verð: 58.000kr ef þátttakandi kemur með lambsskrokk

Þátttakendur eiga allar sínar afurðir af námskeiðinu

Aðeins eru 8 pláss í boði!

Stéttarfélög niðurgreiða námskeiðskostnað allt að 100%

Leiðbeinendur eru kjötiðnaðarmeistararnir:
Rúnar Ingi Guðjónsson og Jónas Þórólfsson

Námskeiðið hentar öllum sem vilja auka þekkingu sína á vinnslu og frágangi afurða
– sérstaklega þeim sem hafa áhuga á heimavinnslu afurða.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Kjörvinnslunnar í Miðskógi, Frávik, DalaAuðs og Símenntunar á Vesturlandi.

Skipulag

Fyrri daginn verður farið yfir úrbeiningu á lambaskrokk, þar sem nemendur fá fyrst sýnikennslu í úrbeiningu, en fá svo sjálfir að úrbeina skrokk eftir eigin óskum, undir handleiðslu kennara.

Seinni daginn verður farið yfir pylsu- og farsgerð. Notast verður við hráefni frá fyrri kennsludegi og búnar til lambapylsur. Allir nemendur fá að gera pylsu eftir eigin uppskrift og fá innsýn inn í að hanna eigin kryddblöndu.

Skráning hjá Ívari í síma: 6952579 eða ivar@simenntun.is

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei