Héraðsbókasafn Dalasýslu stóð fyrir lestrarbingói í sumar með þátttöku 5-12 ára barna. Mæltist þetta vel fyrir og flestir sem skráðu sig, stóðu við markmið sín. Allir fengu umbun fyrir þátttökuna og viðurkenningarskjal frá bókaverði. Stefnt er að því að þetta verði árlegur sumarviðburður hjá bókasafninu, í þeirri von að það glæði og efli lestraráhuga barna og jafnvel að þau nái …
Bókagjöf – Nr. 4 Umhverfing
Á dögunum færði Akademía skynjunarinnar Dalabyggð að gjöf glæsilega bók um myndlistarsýninguna „Nr. 4 Umhverfing“ sem opin var á Vestfjörðum, Ströndum og Dölum sumarið 2022. Það voru 126 listamenn sem settu upp bæði inni- og útiverk vítt og breitt um svæðið en sýningin var eins sú stærsta og víðfeðmasta sem haldin hefur verið á Íslandi. Með sýningunni gátu heimamenn og …
DalaAuður – opnað fyrir styrki
Auglýst er eftir umsóknum um samfélags- og nýsköpunarstyrki í tengslum við verkefnið DalaAuður Um er að ræða fyrstu úthlutun úr frumkvæðissjóði DalaAuðs, sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, undir hatti brothættra byggða. Meginmarkmið verkefnisins eru: Samkeppnishæfir innviðir Skapandi og sjálfbært atvinnulíf Auðugt mannlíf Öflug grunnþjónusta Til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun eru 12.250.000 kr.- Upplýsingar um frumkvæðissjóðinn, …
Viðvera læknis á Reykhólum færist á miðvikudaga
Frá og með næstu viku (viku 37) og um óákveðinn tíma verður viðvera læknis á heilsugæslustöðinni á Reykhólum á miðvikudögum í stað mánudaga eins og verið hefur – næsta koma læknis á Reykhóla verður því miðvikudaginn 14. sept. Almennar upplýsingar: Afgreiðsla og tímabókanir virka daga eru í síma 432 1450 – opnunartími kl. 9:00-15:00 Sími á Reykhólum er 432 1460 …
Frá aðalfundi Skógræktarfélags Dalasýslu
Þann 1. september sl. mættu í Dalabúð í Búðardal 17 manns á aðalfund Skógræktarfélags Dalasýslu. Starfsemi félagsins hefur legið niðri um nokkurt skeið og hafa nokkrir einstaklingar tekið frumkvæði að því að blása lífi í félagið. Einkar góð stemming var á fundinum og var hugur í fólki. Eftirtaldir einstaklingar voru kosnir í stjórn félagsins: Jakob K. Kristjánsson Sigurður Ólafsson Sigurbjörn Einarsson …
DalaAuður – opnað fyrir styrki
Auglýst er eftir umsóknum um samfélags- og nýsköpunarstyrki í tengslum við verkefnið DalaAuður Um er að ræða fyrstu úthlutun úr frumkvæðissjóði DalaAuðs, sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, undir hatti brothættra byggða. Meginmarkmið verkefnisins eru: Samkeppnishæfir innviðir Skapandi og sjálfbært atvinnulíf Auðugt mannlíf Öflug grunnþjónusta Til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun eru 12.250.000 kr.- Upplýsingar um frumkvæðissjóðinn, …
Opið fyrir jöfnunarstyrk til náms
Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni. Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skólann sem nemendur stunda nám við. Hér má sjá töflu sem skilgreinir hvaða póstnúmer teljast vera í nágrenni við skóla. Fjarnám er ekki styrkhæft. Dreifnám er aðeins styrkhæft ef nemendur þurfa að mæta í skólann að minnsta kosti …
Svanni auglýsir eftir umsóknum um lán
Svanni-lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðnum en sjóðurinn er í eigu Reykjavíkurborgar, forsætisráðuneytisisins og háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins. Starfandi fyrirtæki sem eru í eigu kvenna a.m.k. 51% geta sótt um lán vegna verkefna innan fyrirtækis sem byggja á einhverju leiti á nýsköpun og/eða að verkefnið leiði til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar. Ekki er veitt lán fyrir óhóflegum launakostnaði …
Íþróttir og tómstundir haustið 2022
Stundataflan fyrir íþróttir og tómstundir haustið 2022 er tilbúin. Undri byrjar með æfingar á mánudaginn. Glíman er byrjuð. Skátarnir eru búnir að setja inn dagskrá fyrir alla aldurshópana. Unglingadeildin hjá björgunarsveitinni mun auglýsa hvenær þau byrja. Nýr íþrótta- og tómstundabæklingur er væntanlegur. Frekar upplýsingar varðandi íþróttir og tómstundir má finna hér: Íþróttir og tómstundir
Glókollur – styrkir á sviði háskólamála, iðnaðar, nýsköpunar, rannsókna og vísinda, hugverkaréttinda, fjarskipta og netöryggis
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur komið á fót styrkjum til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðuneytisins. Styrkirnir verða veittir tvisvar sinnum á ári, vor og haust, en opið er fyrir umsóknir allt árið. Styrkupphæð getur numið allt að einni milljón króna fyrir hvert verkefni. Þetta eru smæstu styrkirnir sem formlega er úthlutað á vegum ráðuneytisins og því …