Breytingar á afgreiðslu Sýslumanns

DalabyggðFréttir

Sigrún Birna Halldórsdóttir, skrifstofufulltrúi Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal er nú komin með starfsaðstöðu á nýjum stað í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar.

Afgreiðslan er á 2. hæð, til vinstri um leið og komið er upp stigann og þar fyrstu dyr til hægri (sömu megin í húsinu og safnvörður).

Við þessar breytingar lengist opnunartími afgreiðslunnar og verður nú opið á þriðjudögum frá kl. 09:00 – 15:00 og fimmtudögum frá kl. 09:00 – 14:00.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei