Fróðlegt og vel heppnað námskeið í skógrækt í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Rúmlega 20 manns sóttu námskeið í meðferð og ræktun á græðlingum í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar 6. febrúar síðastliðinn. Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni kom og fræddi áhugasama um meðferð á aspar- og víðigræðlingum og kenndi þeim áhrifaríkar aðferðir við gróðursetningu þeirra. 

Námskeiðið er hluti af stærra verkefni sem er leitt af Jakobi K. Kristjánssyni og Sigurbirni Einarssyni og snýr að því að koma á fót plöntuframleiðslu í Dölum. Hefur hópur einstaklinga víða út Dölunum sýnt verkefninu áhuga og er stefnt að því að hefja prufun á framleiðslu á aspargræðlingum í vor.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei