Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir í Afurð (www.afurd.is) fyrir jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári. Umsóknum skal skilað eigi síðar en mánudaginn 3. október nk. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Við hvetjum því bændur til þess að skrá sínar upplýsingar sem allra fyrst. Skrá þarf upplýsingar um ræktun og uppskeru ásamt notkun tilbúins- og búfjáráburðar. Vantið þig aðstoð, skaltu hafa samband …
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára
Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …
Styttri opnunartími bókasafns í vikunni
Héraðsbókasafn Dalasýslu verður opið frá 13:30 til 17:00 á morgun, þriðjudaginn 30. ágúst og frá 13:30 til 16:00 fimmtudaginn 1. september nk.
Skemmd á ærslabelg
Þeir leiðinlegu atburðir áttu sér stað að skemmd er komin í ærslabelginn í Búðardal. Unnið verður að viðgerðum og tilkynnt þegar hann er kominn í lag. Á meðan verður ekkert loft í belgnum og viljum við biðja íbúa um að gæta að því að ekki sé verið að fara á hann. Ærslabelgir eiga að endast vel og lengi ef rétt …
Námskeið í tæknilæsi fyrir 60+
Námskeiðin, sem kostuð eru af félags- og vinnumálaráðuneytinu eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Þetta er liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis hjá fólki sextíu ára og eldra um allt land. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að hafa öðlast þekkingu og skilning á: Rafrænum skilríkjum og notkun þeirra Heimabanka og stafrænum viðskiptum Netöryggi Samfélagsmiðlum og efnisveitum Notkun tölvupósts, forrita, smáforrita og netleitar …
Bókanir vegna vegamála frá sveitarstjórn
Á 224. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 18. ágúst, voru eftirfarandi bókanir samþykktar: Bókun varðandi Laxárdalsheiði: Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á Vegagerðina að huga að því að samhliða langþráðum endurbótum á veginum yfir Laxárdalsheiði verði horft til þess að endurbæta og tvöfalda þær brýr sem á leiðinni eru. Það er ekki ásættanlegt að áfram verði einbreiðar brýr sem muna sinn fífil fegurri …
Námskeið í tæknilæsi fyrir 60+
Námskeiðin, sem kostuð eru af félags- og vinnumálaráðuneytinu eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Þetta er liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis hjá fólki sextíu ára og eldra um allt land. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að hafa öðlast þekkingu og skilning á: Rafrænum skilríkjum og notkun þeirra Heimabanka og stafrænum viðskiptum Netöryggi Samfélagsmiðlum og efnisveitum Notkun tölvupósts, forrita, smáforrita og netleitar …
Fréttir af framkvæmdum hjá Dalabyggð
Í sumar hefur verið unnið að ýmiskonar viðhaldi í grunnskólanum. Hluti þess eru úrbætur í kjölfar úttektar Verkís síðasta vetur. Á Silfurtúni er endurnýjun á sameiginlegu baðherbergi langt komin og mun bæta aðstöðu íbúa og starfsfólks til muna. Gatnahönnun í Iðjubraut og botnlanga frá Lækjarhvammi er langt komin og stefnt að útboði á jarðvegsskiptum á næstu vikum. Að auki verður …
Frá sveitarstjóra
Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir þeir sem lesa Dalapóstinn og/eða heimasíðu okkar, www.dalir.is eða Facebook síðuna „Sveitarfélagið Dalabyggð. Undirritaður kom til starfa þann 2. ágúst síðastliðinn og tók þá við starfi sveitarstjóra Dalabyggðar af Kristjáni Sturlusyni. Um leið og ég þakka Kristjáni fyrir hans störf og góða viðkynningu þá vil ég þakka starfsfólki Dalabyggðar og öðrum íbúum Dalabyggðar sem ég …