Ný gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Á 228. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt að gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar hækkaði um 5,4% fyrir utan gjöld í 4. gr. þar sem heimæðagjald breytist 1. janúar ár hvert og tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar 1. desember 2022 sem er 176,0 stig. Hækkun gjalda í 4. gr. verði í samræmi við hækkun vísitölu frá fyrra ári.

Áfram verður þak á vatnsgjaldi, þ.e. vatnsgjald á íbúðarhús skal að hámarki vera kr. 64.099.

Gjaldskráin er auglýst hér í samræmi viðlög um vatnsveitur sveitarfélaga nr.32/2004 og reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr.401/2005.

Gjaldskránna má nálgast hér: Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalabyggðar 2023
Allar gjaldskrár Dalabyggðar má nálgast hér: Gjaldskrár

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei