Vinna er hafin við álagningu fasteignagjalda 2023

DalabyggðFréttir

Álagningarhlutfall fasteignaskatts 2023 verður sem hér segir:
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.

Afsláttur af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar hækkar sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2020 og 2021 (desembervísitala) og upphæðir síðan námundaðar niður að næsta þúsundi.
Afsláttarþrep má sjá hér: Útsvar og fasteignaskattur 2023

Aðrar forsendur fyrir álgagningu s.s. er varða vatnsgjald, sorpgjald, fráveitu, rotþróargjald og hirðingu dýraleifa má finna í gjaldskrám: Gjaldskrár

Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka og gefa út álagningu eigi síðar en 5. febrúar. Staðgreiðsluafsláttur (3%) verður gefinn séu öll gjöld greidd fyrir 15. febrúar. Þeir sem vilja staðgreiða, þurfa að senda fyrirspurn á Ingibjörgu Jóhannsdóttur aðalbókara: ingibjorgjo@dalir.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei