Góð þátttaka á Mannamóti 2023

DalabyggðFréttir

Mannamót fór fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 19. janúar sl. Um er að ræða ferðaþjónustusýningu sem er fjölmennasti viðburður ferðaþjónustu á Íslandi. Þar er vettvangur ferðaþjóna til að stofna til viðskipta, mynda tengsl, skoða nýjungar og bera saman bækur.

Á Mannamóti gefst ferðaþjónum vítt og breitt um landið tækifæri til að kynna sig á höfuðborgarsvæðinu, en á viðburðinn er m.a. boðið starfsfólki ferðaskrifstofa og hótela, ráðamönnum og fjölmiðlum ásamt því að viðburðurinn er öllum opinn.

Í ár voru um 230 fyrirtæki í ferðaþjónustu sem tóku þátt og kynntu sína starfsemi. Það er gaman að segja frá því að Dalabyggð átti nær 20% þeirra fyrirtækja sem fóru á Mannamót af Vesturlandi. Viðburðurinn var vel sóttur og er almenn ánægja með daginn. Veturinn hefur verið ferðaþjónum misgóður en bjartsýni ríkir fyrir komandi sumri og tækifærum í greininni.

Hér má sjá svipmyndir frá Mannamóti 2023: Mannamót 2023

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei