Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir þeir sem lesa Dalapóstinn og/eða heimasíðu okkar, www.dalir.is eða Facebook síðuna „Sveitarfélagið Dalabyggð. Undirritaður kom til starfa þann 2. ágúst síðastliðinn og tók þá við starfi sveitarstjóra Dalabyggðar af Kristjáni Sturlusyni. Um leið og ég þakka Kristjáni fyrir hans störf og góða viðkynningu þá vil ég þakka starfsfólki Dalabyggðar og öðrum íbúum Dalabyggðar sem ég …
Hundahald í Dalabyggð
Um hundahald í Dalabyggð gildir samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Samþykktina má finna HÉR. Alla hunda í Búðardal skal skrá á skrifstofu Dalabyggðar og greiða skráningargjald, eftir það er greitt árgjald. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin ábyrgðartrygging og hundahreinsun. Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða öðrum …
Bókabingó – Lestrarátak í Dalabyggð sumarið 2022
Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar og bókasöfn standa reglulega fyrir lestrarátaki en yfir sumartímann er hætt við að lestur detti niður eða gleymist í fríi og ferðalögum. …
Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2022
Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð dagana 1. – 5. ágúst nk. vegna sumarleyfa og verður opnuð að nýju mánudaginn 8. ágúst. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri. Skrifstofan er opin frá kl.09:00 – 13:00 dagana 26. – 29. júlí nk. áður en sumarlokun tekur gildi.
Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 – auglýsing
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. mars 2022 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Tillagan er aðgengileg í fylgiskjölum hér fyrir neðan og á heimasíðu Skipulagsstofnunar frá og með 15. júlí 2022 til 26. ágúst 2022. Þeim sem telja sig …
Útboð: Skólaakstur á leið 8
Dalabyggð auglýsir eftir tilboðum í skólaakstur á leið 8 sem hefst við Hróðnýjarstaði. Skólaárið 2022-2023 er áætluð akstursvegalengd 20 km á dag (2 x 10 km). Skólatími er áætlaður u.þ.b. 180 dagar. Áætlaður nemendafjöldi á akstursleiðinni skólaárið 2022-2023 er 4 börn. Það skal tekið fram að nemendafjöldi og akstursleið geta breyst. Ekið er að morgni samkvæmt eftirfarandi bæjarröð: Hróðnýjarstaðir Nemendur …
Ólafsdalshátíðin 2022
Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður síðan haldin laugardaginn 16. júlí, sjá m.a. hér: Ólafsdalshátíðin 2022 Fjölbreytt fjölskylduhátíð að vanda, sjá hér fyrir neðan. Ólafsdalsfélagið verður einnig með sumaropnun í Ólafsdal 10. júlí – 1. ágúst, alla daga kl. 12-17.
Rafmagnsbilun á Skarðsströnd 13.07.2022
Rafmagnsbilun er í gangi á Skarðsströnd, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof
Ólafsdalur – sumaropnun 2022
Ólafsdalsfélagið verður með sumaropnun í Ólafsdal 10. júlí – 1. ágúst, alla daga kl. 12-17. Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður síðan haldin laugardaginn 16. júlí, sjá m.a. hér: Ólafsdalshátíðin 2022 Fjölbreytt fjölskylduhátíð að vanda (Lalli töframaður, Bjartmar Guðlaugsson o.fl. söngvarar, sýningar, Erpsstaðaís, gönguferð með leiðsögn, hestar, handverk, landnámsskáli og Ólafsdalshappdrætti). Í tilkynningu frá Ólafsdalsfélaginu segir m.a.: „Minjavernd endurreisir nú byggingar, er stóðu …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 222. fundur
FUNDARBOÐ 222. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 30. júní 2022 og hefst kl. 16:00. Fundurinn er aukafundur og sem slíkur boðaður með eins sólarhrings fyrirvara. Athugið að fundurinn er lokaður. Dagskrá: Almenn mál 1. 2206024 – Laugar í Sælingsdal – tilboð Borist hefur tilboð í Laugar. 29.06.2022 Kristján Sturluson, sveitarstjóri. Bendum á að fundurinn er …