Umsjónakennarar við Auðarskóla Í Auðarskóla eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta, mið- og elsta stigi. Um er að ræða fimm 100% stöður Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar. Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru um 90 nemendur í grunnskólanum. …
Vinnuskóli Dalabyggðar 2022
Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 8. júní og til loka júlí (með einnar viku hléi) og er fyrir unglinga fædda 2005 til 2009. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 19. maí nk. Athugið að ekki er hægt að tryggja að umsóknir sem berast eftir þann tíma verði samþykktar. Frekari upplýsingar: Reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar Vinnuskóli Dalabyggðar – umsóknareyðublað
Rafmagnsleysi í Búðardal 18.05.2022
Rafmagnslaust verður við Sunnubraut, Miðbraut og Ægisbraut 18.05.2022 frá kl 10:00 til kl 10:20 og kl 16:00 til kl 16:20 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Niðurstöður könnunar um sameiningarkosti
Alls tóku 304 þátt í könnun um sameiningarkosti Dalabyggðar sem fram fór samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022. Spurning 1: Ætti Dalabyggð að hefja sameiningarviðræður? 240 svöruðu játandi spurningunni hvort Dalabyggð ætti að hefja sameiningarviðræður. Nei sögðu 22, 26 merktu við að þeir hefðu ekki skoðun, 15 seðlar voru auðir og einn ógildur. Spurning 2: Hvaða sameiningarvalkostur er æskilegastur …
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalabyggð verður í Dalabúð laugardaginn 14. maí 2022 kl. 10-20. Í Dalabyggð verða óbundnar kosningar (persónukjör). Allir kjósendur eru því í kjöri. Löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan kjöri eru þeir sem áður hafa setið í sveitarstjórn. Halla Sigríður Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal skorast undan að taka kjöri. Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna …
Búningamátun hjá Undra
Það verður mátun og sýning á fatnaði á fimmtudaginn (12. maí) kl. 15:00 til 16:30 í skólanum. Þetta er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að eignast merktan fatnað. Pöntunin verður send inn á laugardaginn, ef þið komist ekki enn hafið áhuga á að panta má hafa samband við Þórey á Facbook eða í tölvupósti thoreyb@gmail.com eða síma 821-1183 …
Götusópun í Búðardal
Götusópun verður í Búðardal 12. og 13. maí nk. (fimmtudagur og föstudagur), við viljum biðja íbúa um að sjá til þess að ökutæki og annað sé ekki að hefta för um götur þessa daga svo árangurinn verði sem bestur.
Tímabundin breyting á opnunartíma bókasafns
Næstu tvær vikur mun opnunartími Héraðsbókasafns Dalasýslu færast um klukkutíma. Safnið mun því opna kl 13:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Áfram er opið til kl. 17:30 báða dagana. Athugið að fimmtudaginn 12. maí nk. verður bókasafnið opið frá 15:00 til 17:30. Venjulegur opnunartími tekur aftur gildi 24. maí nk.
Local Government Elections in Iceland on 14 May 2022
Multicultural Information Centre For more information in English and other languages about the upcoming elections, please visit the website of the Multicultural Information Centre https://www.mcc.is/x22/ Voting Procedures – Instructions for Foreign Nationals Regarding the Local Government Elections in Iceland on 14 May 2022 Local government (municipal council) elections will be held on 14 May 2022. Right to vote Foreign nationals …
Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga – upptaka
Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 var haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20:00 í félagsheimilinu Dalabúð. Níu aðilar voru með framsögu og ein kynning lesin upp af fundarstjóra. Opið var fyrir spurningar eftir kynningar frambjóðenda. Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á YouTube-rásinni „Dalabyggð TV“ en upptökuna má einnig nálgast hér fyrir neðan. Biðjumst velvirðingar á að sumar spurningar …