Nýjar bækur og listaverk leikskólabarna

DalabyggðFréttir

Nú þegar dag er tekið að stytta og aðventan nálgast hafa Bókatíðindi ratað inn á mörg heimili.

Á Héraðsbókasafni Dalasýslu er einmitt að finna úrval bóka og ýmsar nýjar bækur fyrir bæði börn og ungmenni.
Má þar nefna m.a. „Lára fer í útilegu“ eftir Birgittu Haukdal, „Salka – Tímaflakkið“ eftir Bjarna Fritzson „HM bókin“ eftir Kevin Pettman, sem fjallar um lokakeppni HM í Katar og „Heimsendir, hormónar og svo framvegis“ eftir Rut Guðnadóttur.

Einnig er í gangi á bókasafninu litrík sýning á verkum leikskólabarna Auðarskóla sem gaman er að kíkja á.

Opnunartímar
Þriðjudagar kl. 12:30-17:30
Fimmtudagar kl. 12:30-17:30
Bókasafnið er lokað beri almenna frídaga upp á opnunardaga.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei