Íbúafundur 17. nóvember 2022 – upptaka

DalabyggðFréttir

Íbúafundur var haldinn í félagsheimilinu Dalabúð, fimmtudaginn 17. nóvember sl.

Á dagskrá var kynning á tillögu að fjárhagsáætlun 2023-2026 sem Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar fór yfir, því næst tók Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands við og fór yfir breytingar varðandi úrgangsmál og að lokum flutti Gísli Einarsson fjölmiðlamaður hugvekju um lífið í samfélagi úti á landi.

Sköpuðust góðar umræður og er þakkað fyrir þátttöku á fundinum. Upptöku frá fundinum má finna á YouTube-rás Dalabyggðar: Dalabyggð TV – og hér fyrir neðan:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei