Auglýst eftir aðila í yfirsetu prófa – LOKIÐ

DalabyggðFréttir

LOKIÐ

Leitað er að aðila sem getur tekið að sér yfirsetu vegna mennta- og háskólaprófa í desember 2022 í Dalabyggð.

Leitað er að stundvísum og skipulögðum einstakling sem getur unnið sjálfstætt.
Viðkomandi þarf að hafa nokkra tölvuþekkingu, kostur ef viðkomandi er með reynslu af Teams.
Dalabyggð lánar tölvu til verkefnisins.

Um er að ræða nokkra daga á tímabilinu 2. – 16. desember n.k. og flest próf fara fram fyrir hádegi þó einhver gætu verið seinni hluta dags.
Öll próf sem um ræðir fara fram í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal þar sem viðkomandi hefði starfsaðstöðu á meðan verkefninu stendur.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Greitt er eftir taxta Símenntunar á Vesturlandi og þarf viðkomandi að skrifa undir samning við þau.

Vinsamlegast hafið samband eigi síðar en þriðjudaginn 29. nóvember.

Skil á umsóknum og frekari upplýsingar má nálgast með að hafa samband við Jóhönnu, verkefnastjóra hjá Dalabyggð í síma 430-4700 eða netfangið johanna@dalir.is eða Guðrúnu Völu Elísdóttur hjá Símenntun í síma 437-2391 /863-9124 eða á netfangið vala@simenntun.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei