Ólafur Sveinson, fagstjóri atvinnuþróunar hjá SSV verður með viðveru í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal 4. maí nk. (miðvikudag) frá kl.13:00-15:00. Samkvæmt viðveruplani atvinnuráðgjafa ætti Ólafur að vera á þriðjudegi en í þetta sinn frestast það um einn dag. Minnum á að opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands til og með 10. maí nk. og hægt er að fá ráðgjöf hjá Ólafi varðandi …
Frístundastyrkir Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni
Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí. Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 219. fundur
219. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 3. maí 2022 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2203021 – Sveitarstjórnarkosningar 2022 2. 2003041 – Sólheimar – breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers 3. 2003042 – Hróðnýjarstaðir – breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers 4. 2002053 – Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar 5. 2204019 – Fjárhagsáætlun 2022 – Viðauki …
Árshátíð Auðarskóla
Fimmtudaginn þann 5. maí næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla. Skemmtiatriði verða í umsjón nemenda grunnskóladeildar. Boðið verður upp á súpu og meðlæti. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 17:00, húsið opnar 16:30. Áætlað er að dagskrá og matur taki allt að tveimur klukkustundum. Miðaverð er 1.000 kr. á mann fyrir 6 ára og eldri, frítt fyrir nemendur skólans. …
Hjólað í vinnuna 2022
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2022 hefjist í tuttugasta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 4. – 24. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 20. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 24. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn …
Framboðsfundur og upplýsingasíða vegna sveitarstjórnarkosninga
Framboðsfundur Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20:00 í félagsheimilinu Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:45. Þeir sem hafa áhuga á að vera kosnir í sveitarstjórn Dalabyggðar og vilja taka þátt í fundinum skulu tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430 4700 eða á netfangið dalir@dalir.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 3. maí nk. …
Laust starf: Skipulagsfulltrúi
Starf skipulagsfulltrúa Dalabyggðar er laust til umsóknar. Skipulagsfulltrúi sinnir einnig skipulagsmálum fyrir Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Strandabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands …
Laust starf: Markavörður
Staða markavarðar er laus til umsóknar. Verkefni markavarðar eru skilgreind í afréttarlögum nr. 6/1986 og í reglugerð um mörk og markaskrár nr. 200/1998 með síðari breytingum. Markavörður annast skráningu og birtingu búfjármarka og stendur að útgáfu markaskrár í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Leitað er að samviskusömum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og skipulega. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is …
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Enginn framboðslisti var lagður fyrir kjörstjórn og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör) í Dalabyggð og allir kjósendur sveitarfélagins eru í kjöri. Hjá afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30-13. Dagsetningar utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru 19. apríl, 26. apríl, 28. apríl, 3. maí, 5. maí, 10. maí og 12. maí. Kjörskrá fyrir Dalabyggð liggur frammi á …
Sjálfboðaliðaverkefni 2022
Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 6. maí. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …



