Niðurstöður könnunar um sameiningarkosti

DalabyggðFréttir

Alls tóku 304 þátt í könnun um sameiningarkosti Dalabyggðar sem fram fór samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022.

 

Spurning 1: Ætti Dalabyggð að hefja sameiningarviðræður?

240 svöruðu játandi spurningunni hvort Dalabyggð ætti að hefja sameiningarviðræður. Nei sögðu 22, 26 merktu við að þeir hefðu ekki skoðun, 15 seðlar voru auðir og einn ógildur.

 

Spurning 2: Hvaða sameiningarvalkostur er æskilegastur að þínu mati?

Svör við spurningunni um hvaða sameiningarvalkostur væri æskilegastur voru eftirfarandi:

  • Húnaþing vestra 71
  • Sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólms 88
  • Annað 94

Af þeim sem merktu við annað var skiptingin þannig:

  • 25 Reykhólahreppur og/eða sveitarfélög á Ströndum.
  • 23 Húnaþing vestra ásamt Reykhólahrepp og/eða sveitarfélögum á Ströndum.
  • 19 Borgarbyggð.
  • 12 Stykkishólmur og Helgafellssveit ásamt Reykhólahrepp og/eða sveitarfélögum á Snæfellsnesi.
  • Annað (færri en fimm á hvert) voru 15.
  • Auðir seðlar varðandi spurningu 2 voru 50 og einn ógildur.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei