Afgreiðsla Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð fimmtudaginn 21. október 2021.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2021. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar -Verkefnastyrkir til menningarmála -Stofn- og …
Íbúafundur um aðalskipulag Dalabyggðar
Opinn íbúafundur um vinnslutillögu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 verður haldinn þriðjudaginn 26. október nk. kl. 17:00 í félagsheimilinu Dalabúð. Áætlaður fundartími er um tvær klukkustundir. Á fundinum verður kynnt vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi en kynningunni verður einnig streymt og þar verður jafnframt hægt að senda inn ábendingar. Í lok fundarins gefst gestum í sal færi á að skoða vinnslutillöguna og taka …
Sýsluskrifstofa lokuð 19. október
Afgreiðsla Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð þriðjudaginn 19. október 2021.
Messa í Hjarðarholtskirkju 17. október kl.14
Kæri söfnuður! Næstkomandi sunnudag þann 17.október verð ég settur inn í embætti sóknarprests. Athöfnin fer fram í Hjarðarholtskirkju klukkan 14:00. Hlakka til að sjá ykkur. Bestu kveðjur Sr. Snævar Jón Andrésson
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 209. fundur
FUNDARBOÐ 209. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 14. október 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2109016 – Fjárhagsáætlun 2021 – Viðauki VI 2. 2110025 – Lausn frá störfum í sveitarstjórn 3. 2109002 – Erindi vegna inngöngu Strandabyggðar í sameiginlegt Öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps 4. 2110002 – Fjárhagsáætlun 2022 fyrir …
Rafmagnsbilun á Skógarströnd
Rafmagnsbilun er í gangi á Skógarströnd, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390. Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof
Laust starf: Aðstoðarleikskólastjóri óskast
Auðarskóli í Dalabyggð auglýsir stöðu aðstoðarleikskólastjóra. Um er að ræða 100% starfshlutfall frá og með 1. desember 2021. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Auðarskóli er sameinaður skóli með leik-, grunn- og tónlistarskóladeildir. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð – Ánægja – Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda, fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Húsnæði …
Opnunartími sýsluskrifstofu í viku 40
Afgreiðsla sýslumanns í Dalabyggð er lokuð í dag, þriðjudaginn 5. október og á fimmtudaginn nk. 7. október 2021. Í staðin verður fulltrúi sýslumanns við á morgun, miðvikudaginn 6. október frá kl.9-13.
Augnlæknir á heilsugæslustöðinni í Búðardal
Guðrún J. Guðmundsdóttir, augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 7. október nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450