Sveitarstjórnarkosningar 2022

DalabyggðFréttir

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Kjörstjórn Dalabyggðar tekur við framboðum föstudaginn 8. apríl kl. 11-12 í fundarsal stjórnsýsluhússins. Komi engir framboðslistar fram verða óbundnar kosningar.

Skráning kjósanda á kjörskrá miðast við skráningu lögheimilis kjósanda á viðmiðunardegi kjörskrár sem er miðvikudaginn 6. apríl kl. 12.

Upplýsingar um kosningarnar er að finna á heimasíðu landskjörstjórnar, kosning.is.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei