Ráðning skólastjóra Auðarskóla samþykkt

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 5. apríl sl. að ráða Herdísi Ernu Gunnarsdóttur í starf skólastjóra Auðarskóla.

Herdís er með B.Sc. í líffræði og B.Ed. í gunnskólakennarafræði og hefur leyfisbréf sem leik-, grunn- og framhaldsskólakennari. Auk þess er hún að leggja lokahönd á lokaritgerð sína í M.Ed. námi í stjórnun menntastofna við Háskóla Íslands.

Herdís hefur starfað sem kennari frá árinu 1995, en þá hóf hún störf sem umsjónarkennari við Grunnskólann að Laugum. Þá starfaði hún í fjögur ár sem umsjónakennari við Grunnskólann á Siglufirði en hóf svo störf árið 2004 sem grunnskólakennari við Grunnskólann í Búðardal og síðar Auðarskóla. Árið 2012 tók Herdís til starfa við leikskóladeild Auðarskóla og gegndi þar störfum deildarstjóra og aðstoðarleikskólastjóra þar til árið 2021 þegar hún tók tímabundið við starfi skólastjóra Auðarskóla.

Við óskum Herdísi farsældar í starfi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei