Fjarþjónusta sýslumanns á tímum COVID-19

DalabyggðFréttir

Vinsamlegast hafið samband áður en komið er  á skrifstofu/útibú og byrjið á að hringja eða senda tölvupóst og athugið hvort hægt sé að leysa málið á þann hátt. Á vefnum syslumenn.is má, með því að velja embættið Sýslumaðurinn á Vesturlandi, finna öll netföng embættisins annars vegar eftir málaflokkum og hins vegar hvers starfsmanns. Hægt er að ná sambandi við embættið …

Samkomubann og nýjar reglugerðir

DalabyggðFréttir

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tóku þær gildi á miðnætti, aðfaranótt 5. október. Eftirfarandi er samantekt um helstu breytingar, m.a. um undanþágur frá hámarksfjölda þeirra sem mega koma saman en meginreglan er 20 manns. Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður …

Dalabyggð hlýtur styrk vegna nýsköpunarseturs

DalabyggðFréttir

Byggðarráð Dalabyggðar tók fyrir á 246.fundi sínum þann 28.maí 2020 hugmynd að undirbúningi nýsköpunarseturs og fól sveitarstjóra að vinna áfram að málinu. Þann 10.september 2020 var Dalabyggð tilkynnt að fengist hefði styrkur til verkefnisins frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og bárust samningar um styrk í dag 1.október. Markmið styrksins er að skipuleggja, kynna og leggja drög að nýsköpunar- og frumkvöðlasetri í Dalabyggð. …

Grímuskylda á HVE

DalabyggðFréttir

Nú hefur tekið gildi sú regla að þeir sem leita þjónustu á starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þurfa að bera andlitsgímu. Þetta gildir fyrir þá sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslustöðvum, hjá sérfræðingum og í rannsóknir/meðferð. Minnum á að mikilvægt er að allir með grun um COVID eða öndunarfæraeinkenni hafa samband við heilsugæsluna símleiðis en komi ekki óboðaðir á heilsugæsluna. Einnig er …

Íbúakönnun landshlutanna/Regional residents survey/Badającej opinię publiczną

DalabyggðFréttir

English and Polish below Góðan dag Okkur vantar fleiri íbúa af erlendum uppruna til að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna. Ég vil bjóða þér að taka þátt. Skoðanir allra íbúa Íslands skipta miklu máli því horft er til þessarar könnunar í stefnumótun hins opinbera. Hér er hlekkur inn á könnunina: https://www.surveymonkey.com/r/ibuakonnun_2020_bodid Íbúakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka á landsbyggðinni, …

Styrkir til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum

DalabyggðFréttir

Stjórnvöld hafa ákveðið að Framleiðnisjóður verði lagður niðurí lok árs 2020. Stjórnendur Framleiðnisjóðs hafa ákveðið að síðasta úthlutun sjóðsins beinist að grasrótarstarfi bænda og viðleitni þeirra til eflingar atvinnu í sveitum og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum. Nánari upplýsingar um styrkhæfi verkefna má finna undir flipanum „UM SJÓÐINN“ í kafla 2. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 196.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 196. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 28. september 2020 og hefst kl. 20:00 Fundurinn er aukafundur. Dagskrá: 1. 1904034 – Sorphreinsun – útboð 2020 – 2022       26.09.2020 Kristján Sturluson, sveitarstjóri.

Bilun á hitaveituæð 22.sept.

DalabyggðFréttir

Bilun er á aðalæð hitaveitu Dalabyggðar vatnslaust frá Kringlu og í Búðardal. Unnið er að viðgerð og vonast er að heitt vatn komi á í kvöld. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Viðvera sérfræðinga á Heilsugæslunni í Búðardal

DalabyggðFréttir

Í september og október verður viðvera heyrnarfræðings, augnlæknis, háls-, nef- og eyrnalæknis og tannlæknis á Heilsugæslunni í Búðardal. Móttaka heyrnarfræðings HTÍ verður miðvikudag – fimmtudag 23. – 24. sept.  (heyrnarmæling, heyrnartæki, ráðgjöf, aðstoð og stillingar) – tímabókanir eru í síma 581 3855 Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku fimmtudaginn 1. okt. –  tímabókanir eru í síma 432 1450 Þórir Bergmundsson …