Sjálfboðaliðaverkefni 2021

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 20. maí.

Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni.

Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal hafa samráð við verkstjóra Dalabyggðar um framkvæmd verkefnisins.

Reglur og umsóknareyðublöð um sjálfboðavinnuverkefni má finna hér:

Fyrri úthlutanir:

Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þau verkefni sem hafa hlotið samþykki síðast liðin ár. Upplýsingar um afgreiðslu umsókna er hægt að finna í fundargerðum hér á heimasíðunni.
Vekjum athygli á því að einhver verkefni sem talin eru upp hér fyrir neðan hafa fallið út og þá hefur ekki farið fram greiðsla vegna þeirra.

2020:
Framlag vegna skjólbeltis
Umsókn um lokun skurðar

2019:
Fegrun við enda manar við Vesturbraut við Holt

2018:
Merking göngustígs á Jörvahnjúk
Skjólbelti við Hjarðarholtskirkjugarð
Vesturbraut milli Vínbúðar og Arion banka (auðveldara aðgengi fyrir slátt)
Steinar frá Vestfjarðavíkingunum (upplýsingaskilti)
Plan við N1, drenlögn
MS beyjan – Vesturlandsvegur/Brekkuhvammur (þökulagning)

2017:
Birkiplöntur við Ægisbraut
Loka skurði við Vesturlandsbraut
Þökulögn við Ægisbraut
Höfnin og Leifsbúð (holufylling grjótgarðs)

2016:
Röðull á Skarðsströnd (nýtt gólf)
Völlurinn í Dalnum og umhverfi hans
Sökkull á slökkvistöð (málun)
Sökkull á Réttinni (málun)
Heimkeyrslan að Hvammi

2015:
Njólastríðið mikla
Stikun gönguleiða á Skarðsströnd
Ávaxtatré, grenitré
Göngustígur norðan Búðardals
Svæðið fyrir framan afurðastöðina
Steinar frá Vestfjarðavíkingunum
Bátskjölur við Leifsbúð
Göngustígur við Stekkjarhvamm
Leikvöllur við Stekkjarhvamm

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei