Fundir um félagsheimili í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd heldur tvo fundi um félagsheimili í Dalabyggð í samstarfi við menningarfulltrúa SSV dagana 5. og 6. maí nk.

Vegna sóttvarnaráðstafana verða fundirnir haldnir í fjarfundi gegnum Microsoft Teams. Hlekki á fundina má finna hér fyrir neðan.

Á fundunum verður farið yfir skipulag og rekstur hvers félagsheimilis og umræður um mögulegt framtíðarhlutverk hvers og eins.

Fundur vegna Árbliks og Dalabúðar verður haldinn miðvikudaginn 5. maí kl. 20. Hlekkur á fund: Árblik og Dalabúð

Fundur vegna Tjarnarlundar og Staðarfells verður haldinn fimmtudaginn 6. maí kl. 20. Hlekkur á fund: Tjarnarlundur og Staðarfell

Íbúar eru hvattir til þátttöku. Gott getur verið að aðstoða eldri fjölskyldumeðlimi og vini við að tengjast fundunum.

 

Hlekkur á fund: Árblik og Dalabúð

Hlekkur á fund: Tjarnarlundur og Staðarfell

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei