Upptaka og svör frá kynningarfundi vegna breytinga á sorpmálum

DalabyggðFréttir

Íslenska gámafélagið kom á fund í gær (27. apríl 2021) þar sem farið var yfir breytingar vegna sorphirðu og meðhöndlun sorps í Dalabyggð.

Birgir Kristjánsson var fulltrúi Íslenska gámafélagsins og fór yfir starfsemi fyrirtækisins og helstu breytingar sem snerta íbúa Dalabyggðar. Fundurinn var vel sóttur og gátu þátttakendur komi spurningum á framfæri. Upptöku frá fundinum er að finna hér fyrir neðan og verður hún aðgengileg næstu daga.

Á fundinum komu meðal annars spurningar sem vörðuðu verkþætti sveitarfélagsins og er þeim hér með svarað:

– Er hægt að afþakka brúnu tunnuna fyrir lífrænan úrgang?
Ekki er hægt að afþakka eina tegund af tunnum en hver og einn getur sleppt því að nota hana ef heimilið er ekki með neinn úrgang sem á heima í viðkomandi tunnu.

– Er hægt að kaupa auka klippikort?
Hægt er að fá auka klippikort á endurvinnslustöðinni, reikningur fyrir auka korti verður sendur frá skrifstofu Dalabyggðar.

– Hvað gera fyrirtæki varðandi sorp og annan úrgang?
Íbúar geta losað allan heimilisúrgang sér að kostnaðarlausu en fyrirtæki og stofnanir þurfa að greiða fyrir losun. Íslenska gámafélagið býður upp á þjónustu fyrir rekstraraðila á svæðinu.

Ef spurningar vakna má alltaf hafa samband á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700 eða senda erindi á dalir@dalir.is
Eins er hægt að hafa samband við Íslenska gámafélagið í síma 577-5757 eða senda erindi á igf@igf.is

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei