Um gjaldfrjálsan úrgang

DalabyggðFréttir

Nokkuð hefur verið um spurningar íbúa varðandi hvaða sorp sé gjaldskylt og hvað ekki.

Það er ekki einfalt að gefa út tæmandi lista yfir hvað er gjaldfrjálst og hvað ekki þar sem sami hluturinn getur lent beggja vegna. Sem dæmi má nefna að olíumálning er gjaldfrí nema ef um er að ræða vöruafganga frá fyrirtæki.

En almennt má segja að þeir flokkar sem falla undir Úrvinnslusjóð eru gjaldfríir.

Í grunnin eru gjaldfrjálsir flokkar heimilisúrgangs eftirfarandi:

Raftæki – allar gerðir
Pappír
Plastumbúðir
Heyrúlluplast
Stórsekkir
Dekk
Rafgeymar
Rafhlöður
Spilliefni frá heimilum, s.s olíumálning, kítti og sparls (nema akríl kítti og sparsl) Vatnsmálng eða akríl málning ber ekki úrvinnslugjald og endar í urðun.
Ryðvarnarolía og smurfeiti
Úrgangsolía
Brotajárn
Pappírs og pappa umbúðir

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei