Kynningarfundur með Íslenska gámafélaginu.

DalabyggðFréttir

Boðað er til kynningarfundar á Teams kl.20:00 í dag (27. apríl) vegna breytinga á sorphirðu í Dalabyggð þar sem Íslenska gámafélagið fer yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar og það verklag sem verið er að innleiða við flokkun og skil á sorpi/úrgangi.
Íslenska gámafélagið tók við sorphirðu og rekstri endurvinnslustöðvar í Dalabyggð á áramótum. Verið er að leggja lokahönd í að innleiða þriggja tunnu kerfi í sveitarfélaginu.
Þátttakendur geta bæði spurt spurninga munnlega eða skrifað þær í spjall (chat) á fundinum og verða þær þá lesnar upp.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei