Ítrekun á mikilvægi grundvallarsmitgátar

DalabyggðFréttir

Þann 4. október síðast liðinn var lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnarlækni vegna sýkinga af völdum COVID-19 en frá 5. október hafa greinst yfir 1.000 smit innanlands. Í gær var Landspítalinn færður á neyðarstig vegna klasasmits sem kom upp á Landakoti og um þessar mundir eru nokkrir einstaklingar í sóttkví í Dalabyggð. Við viljum því ítreka mikilvægi grundvallarsmitgátar …

Fjarkynning á Uppbyggingarsjóði og menningarverkefnum

DalabyggðFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og hægt er að sækja um styrki til menningarverkefna. Í tilefni þess stendur menningarfulltrúi Vesturlands hjá SSV fyrir fjarkynningu miðvikudaginn 28. október kl. 17:30 um Uppbyggingarsjóð og menningarverkefni, hvernig á að bera sig að og svarar spurningum þátttakenda á Facebook síðu SSV. Viðburðinn má finna með því að smella HÉR. Fjarkynningin  …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 17.nóvember n.k. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Styrkir sem veittir eru: Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Verkefnastyrkir til …

Laust starf hjá heimaþjónustu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Laust starf hjá heimaþjónustu Dalabyggðar. Um er að ræða  þjónustu við tvö heimili og jafnvel einhverjar afleysingar. Umsóknarfrestur er til 31.okt.2020. Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 þri og fim 10 – 12 eða á netfanginu heima.tjonusta@dalir.is

Inflúensubólusetning Búðardal og Reykhólum

DalabyggðFréttir

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Bóluefnið inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og tveimur stofnum af inflúensu B. Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 197.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 197. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 15. október 2020 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: Almenn mál 2008005 – Málefni Auðarskóla 2009026 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki VI 1810015 – Vandi sauðfjárbænda – sérstaða Dalabyggðar 2009032 – Reglur um birtingu skjala með fundargerðum A-hluta nefnda Dalabyggðar 2007007 – Uppfærsla samnings við Leikklúbb Laxdæla 1912011 – Byggðasafn Dalamanna – …

Rafmagnsleysi 13.okt 2020

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður frá og með Hólum að og með Langeyjarnesi 13.10.2020 frá kl 13:30 til kl 14:30 vegna vinnu við háspennudreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna haustannar 2020

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna haustannar 2020 er til 15.október næstkomandi. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum eða með íslykli á heimasíðu Menntasjóðs, www.menntasjodur.is eða island.is. Jöfnunarstyrkur (dreifbýlisstyrkur) – er styrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skóla og eitt af grunnskilyrðum fyrir jöfnunarstyrk er að nemandi …

Fjarþjónusta sýslumanns á tímum COVID-19

DalabyggðFréttir

Vinsamlegast hafið samband áður en komið er  á skrifstofu/útibú og byrjið á að hringja eða senda tölvupóst og athugið hvort hægt sé að leysa málið á þann hátt. Á vefnum syslumenn.is má, með því að velja embættið Sýslumaðurinn á Vesturlandi, finna öll netföng embættisins annars vegar eftir málaflokkum og hins vegar hvers starfsmanns. Hægt er að ná sambandi við embættið …