Lóðir lausar til úthlutunar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir lausar lóðir samkvæmt deiliskipulagi til úthlutunar.

Atvinnuhúsalóðir við Iðjubraut nr. 1, 6, 8, 10 og 12.

Íbúðahúsalóðir ætlaðar ýmist fyrir einbýlishús, parhús eða raðhús við Efstahvamm (fyrirhuguð ný gata), Bakkahvamm og Lækjarhvamm.

Dalabyggð vill taka það fram að lóðirnar eru ekki tilbúnar til að hægt sé að hefja framkvæmdir, en ef berast nægar umsóknir er gert ráð fyrir að farið verði í vinnu við gatnagerð.

Hér á heimasíðunni er hægt að nálgast reglur Dalabyggðar um úthlutun lóða, gjaldskrá byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjalda ásamt samþykkt um gatnagerðargjald.

Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Dalabyggðar ekki síðar en mánudaginn 8. nóvember.

Deiliskipulag Hvamma (lóðir 8 og 10 í Bakkahvammi eru byggðar).

Deiliskipulag iðnaðar- og athafnasvæðis við Iðjubraut.

Reglur um úthlutun lóða í Dalabyggð.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei