Tilkynning frá Dalabyggð – staðan vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Þróun mála er sú að einstaklingum í sóttkví fækkar til muna en fjölgun verður í einangrun.

Dalabyggð vill hvetja íbúa til að halda yfirvegun en fara að öllu með gát og sinna persónulegum sóttvörnum.

Þú getur varið þig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum:

  • Þvoðu hendur í minnst 20 sek í hvert skipti með vatni og sápu.
  • Sprittaðu hendur með handspritti reglulega og sérstaklega ef þú hefur komið við fleti sem margir snerta.
  • Forðastu að snerta andlitið, sérstaklega augu, nef og munn.
  • Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta/pappír. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
  • Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög.
  • Notaðu grímu þar sem ekki er hægt að virða nándarmörk. Grímur eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir en koma ekki í stað handþvottar og annara sóttvarna. Rakar og skítugar grímur gera ekkert gagn.
  • Forðastu að umgangast fólk sem er með einkenni sjúkdóms.
  • Þrífðu oftar algenga snertifleti, og/eða sprittaðu þig eftir snertingu þeirra, svo sem:
    • Handrið og hurðarhúna
    • Afgreiðsluborð og greiðslukortaposa
    • Sameiginlegar kaffivélar og aðstöðu á kaffistofunni

Upplýsingasíða Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra: www.covid.is

Þá er áréttað að einstaklingar hafi samband við heilsugæsluna í Búðardal (sími: 432-1450), Læknavaktina (sími: 1700) eða á netspjalli Heilsuveru ef þeir finna fyrir einkennum eða hafa grun um smit, jafnvel þó viðkomandi sé bólusettur.

Einkenni geta verið:

  • Hósti
  • Hiti
  • Hálssærindi
  • Kvefeinkenni
  • Andþyngsli
  • Bein- og vöðvaverkir
  • Þreyta
  • Kviðverkir, niðurgangur, uppköst
  • Skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni
  • Höfuðverkur

Það er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum um einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku berst. Það má alls ekki fara í eigin persónu á heilsugæslustöð eða inn á aðrar heilbrigðisstofnanir ef þú ert með einkenni nema hringja fyrst og fá ráð.

Ef þig grunar að einhver í þínu nærumhverfi sé smitaður/smituð:

  • Gættu þess að eiga ekki í nánu samneyti við viðkomandi.
  • Ráðlegðu viðkomandi að fara í sýnatöku og einangra sig þar til neikvæð niðurstaða fæst.

Ef þú ert í vafa um hvernig eigi að standa að sýnatöku, hafðu samband við heilsugæsluna í Búðardal, sími: 432-1450.

Þá hvetur Dalabyggð íbúa til að sækja forritið „Rakning C-19“ í síma sína og gæta þess að það sé virkt. Fái íbúar jákvæða niðurstöðu úr PCR prófi þarf að hafa samband við rakningarteymi almannavarna til að geta sent nafnlausa tilkynningu um jákvætt COVID-19 smit í gegnum forritið.

Munum að huga vel að líðan okkar, barnanna okkar og annarra eftir fremsta megni, sjá m.a.: Líðan okkar

Þá er meðal annars hægt að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða á netspjalli www.1717.is ef áhyggjur eða kvíði gera vart við sig.

Gagnlegar upplýsingar um sýnatöku, sóttkví, smitgát, einangrun og einkenni er að finna á www.covid.is. Þar má einnig finna upplýsingar um gildandi takmarkanir og frekara fræðsluefni.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei