Framtíð félagsheimilanna – fundir í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar boðar til hugarflugsfunda um framtíð félagsheimilanna í sveitarfélaginu.

    • 2. nóvember í Árbliki kl.20:00
    • 4. nóvember í Tjarnarlundi kl.20:00
    • 9. nóvember á Staðarfelli kl.20:00
    • 11. nóvember í Dalabúð kl.20:00

Allir velkomnir! 

Munum eftir grímum og gætt verður að fjarlægð á milli gesta.

Á dagskrá verður m.a. kynning á samatekt um hvert félagsheimili, ávarp frá menningarfulltrúa SSV og hugarflugsvinna gesta.

Niðurstöður fundanna verða teknar saman og sendar byggðarráði Dalabyggðar til upplýsingar.

Við minnum gesti á að hafa grímur meðferðis og gæta að fjarlægð sín á milli.

Sl. vor voru haldnir fjarfundir þar sem farið var yfir rekstur og notkun hvers félagsheimilis. Upplýsingar frá fundunum má sjá hér fyrir neðan:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei