Kynningarfundur með Íslenska gámafélaginu.

DalabyggðFréttir

Boðað er til kynningarfundar á Teams kl.20:00 í dag (27. apríl) vegna breytinga á sorphirðu í Dalabyggð þar sem Íslenska gámafélagið fer yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar og það verklag sem verið er að innleiða við flokkun og skil á sorpi/úrgangi. Íslenska gámafélagið tók við sorphirðu og rekstri endurvinnslustöðvar í Dalabyggð á áramótum. Verið er að leggja lokahönd …

Rafmagnsleysi 29. apríl 2021

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður í um 15 mín kl:11:00 og aftur um kl:17 þann 29.04.21 frá Búðardal að Hrútsstöðum þar með Laxárdalur sunnanverður að Þrándarkoti 29.04.2021 frá kl 11:00 til kl 17:00 vegna vinnu í rofastöð við Álfheima. Rafmagnslaust verður í Haukadal og Miðdölum frá Hrútsstöðum að Breiðabólsstað 29.04.2021 frá kl 11:00 til kl 17:00 vegna tengingar á rofastöð við Álfheima. Nánari …

Heimsóknareglur á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Meðfylgjandi eru reglur um heimsóknir á Silfurtún sem verða í gildi þar til annað verður tilkynnt. Sjá einnig hér: Silfurtún

Jörvagleði laugardaginn 24. apríl 2021

DalabyggðFréttir

Við biðjumst velvirðingar á því að ljáðst hafi að setja dagsetningu Jörvagleði 2021 með á útsent dreifibréf. Eins og fram kemur í frétt um dagskrá Jörvagleðinnar verður hún haldin laugardaginn 24. apríl. Vegna sóttvarnarráðstafana eru flestir viðburðir í fjarfundabúnaði eða streymi. Varðandi viðburði þar sem fólk getur komið saman beinum við þeim tilmælum til íbúa að virða sóttvarnarreglur, gæta að …

Um gjaldfrjálsan úrgang

DalabyggðFréttir

Nokkuð hefur verið um spurningar íbúa varðandi hvaða sorp sé gjaldskylt og hvað ekki. Það er ekki einfalt að gefa út tæmandi lista yfir hvað er gjaldfrjálst og hvað ekki þar sem sami hluturinn getur lent beggja vegna. Sem dæmi má nefna að olíumálning er gjaldfrí nema ef um er að ræða vöruafganga frá fyrirtæki. En almennt má segja að …

Dagskrá Jörvagleði 2021

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar ákvað í ljósi aðstæðna, að í stað þess að fresta Jörvagleði 2021 eins og hún leggur sig yrði dagskráinni breytt svo hún stæði aðeins laugardaginn 24. apríl nk. og tæki mið af þeim reglum sem gilda til að Dalamenn (og aðrir) gætu þrátt fyrir allt gert sér glaðan dag og tekið vel á móti sumrinu. Dagskrá Kl.11:00 Sumarhlaup …

Pönnukökur – Kvenfélagið Fjóla

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla býður upp á pönnukökur. Kvenfélagið Fjóla ætlar að bjóða upp á að baka pönnukökur. Um er að ræða: Rjómapönnukökur – 400 kr.- stk. Pönnukökur með sykri – 150 kr. – stk. Pantanir verða afhentar seinasta vetrardag (miðvikudaginn 21. apríl nk.) fyrir hádegi. Hafi íbúar áhuga þarf að hafa samband við Elínu í seinasta lagi á morgun (15. apríl) …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 204. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 204. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 15. apríl 2021 og hefst kl. 16:00 Athygli er vakin á því að þeir aðilar sem hyggja á að mæta til að fylgjast með fundi skulu virða 2ja metra fjarlægðarreglu, spritta hendur við komu í húsið og viðhafa grímuskyldu á meðan fundi stendur. Dagskrá: Almenn mál 1. 2104005 – …

Vesturland – samráðsfundur um grænbók í fjarskiptum

DalabyggðFréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu fjarskipta miðvikudaginn 14. apríl kl. 10:00 – 11:30. Á fundinum verður fjallað um fjarskipti á svæðinu, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af …

Áminning: Íþrótta- og tómstundastyrkir

DalabyggðFréttir

Foreldra og forráðamenn eru minntir á að síðasti dagur til að skila inn gögnum vegna sérstaks íþrótta- og tómstundastyrks er 15. apríl nk. og síðasti dagur til að skila inn gögnum vegna hefðbundins íþrótta- og tómstundastyrks fyrir vorönn er 15. maí nk. Endilega að taka saman gögn og koma þeim til skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal. Sérstakur íþrótta- …