NÝVEST – net tækifæra – Kynningarfundir

DalabyggðFréttir

Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands (NÝVEST). Markmiðið með stofnun netsins er að tengja saman alla sem vilja vinna að nýsköpun á Vesturlandi, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.
Dagana 13, 15 og 16. september verður farið vítt og breytt um Vesturland til að kynna hugmyndina að stofnun NÝVEST.

Kynningarfundir verða á eftirtöldum stöðum:

Akranes Breið (HB húsið) mánudagur 13. september kl. 12:00
Búðardalur Vínlandssetrið miðvikudagur 15. september kl. 12:00
Borgnarnes Hjálmaklettur (MB) miðvikudagur 15. september kl. 16:00
Hellissandur Röstin fimmtudagur 16. september kl. 12:00
Stykkishólmur Árnasetur fimmtudagur 16. september kl. 12:00
Grundarfjörður Sögumiðstöðin fimmtudagur 16. september kl. 16:00

Þeir sem hafa áhuga á nýsköpun á Vesturlandi eru hvattir til að mæta á fundina, allir velkomnir!

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei