Ályktun vegna stöðvunar grásleppuveiða

DalabyggðFréttir

Þann 30.apríl s.l. undirritaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, reglugerð um stöðvun veiða á grásleppu á þessu fiskveiðiári. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar tók málið fyrir á 16.fundi sínum þann 5.maí s.l. og sendi að honum loknum ályktun til byggðarráðs. Byggðarráð hélt svo 245.fund sinn 7.maí s.l. þar sem samþykkt var ályktun sem hefur verið send á ráðherra, þingmenn og Hafrannsóknarstofnun. „Byggðarráð …

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

DalabyggðFréttir

Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða. Þvoum okkur um hendur Sprittum hendur Munum 2 metra fjarlægð Sótthreinsum sameiginlega snertifleti Verndum viðkvæma hópa Hringjum í heilsugæsluna ef við fáum einkenni Tökum áfram sýni Virðum sóttkví Virðum einangrun Veitum áfram góða þjónustu Miðlum traustum upplýsingum Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis …

Garðsláttur fyrir öryrkja og eldri borgara

DalabyggðFréttir

Nú þegar fer að sumra fara eflaust margir að huga að garðvinnu. Dalabyggð verður eins og undan farin sumur með garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega í Dalabyggð. Réttur til garðsláttar er bundinn við húsnæði þar sem umsækjandi hefur lögheimili og fasta búsetu. Komugjald er 1.000kr- fyrir sumarið 2020. Hægt er að biðja um garðslátt þrisvar sinnum yfir sumarið en beðahreinsun …

Byggðaráðstefnan 2020 – kallað eftir erindum

DalabyggðFréttir

Byggðaráðstefnan 2020 verður haldin dagana 13.-14. október n.k. á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Menntun án staðsetningar? Framtíð menntunar í byggðum landsins. Kallað er eftir erindum á ráðstefnuna og hægt að senda tillögur að fyrirlestri til Byggðastofnunar sjá nánar á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi eða með því að smella HÉR.  

Skrifstofa sýslumanns í Búðardal lokuð vegna sumarleyfis

DalabyggðFréttir

Skrifstofa sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð frá 7. maí til 9. júní nk. vegnar sumarleyfis. Við bendum á að hægt er að nálgast upplýsingar og þjónustu á www.syslumenn.is, með því að senda póst á vesturland@syslumenn.is eða í gegnum síma: 458-2300.

Leiga beitar- og ræktunarlands og matjurtargarður

DalabyggðFréttir

Nú eru lausar til umsóknar nokkrar spildur úr landi Fjósa. Um er að ræða sumarbeitiland B-3, B-5, B-6, B-7, B-8, B-9 og B-10 sem leigt er út til 5 ára, og ræktunarland R-1, R-2, R-3, R-4, R-5, R-6, og R-7 sem leigt er út til 3 ára. Nánari upplýsingar má finna hér að neðan og hjá skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknir skulu …

Bókasafnið opnað – opnunartími í maí 2020

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu opnar að nýju á morgun, fimmtudaginn 7.maí. Upp frá þessu verður svo opið núna í maí á þriðjudögum og fimmtudögum. Opnunartími verður frá 13:30 til 17:30. Munum 2ja metra regluna, handþvott og spritt! Bókasafnið er á 1.hæð í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Opnun endurvinnslustöðvar

DalabyggðFréttir

Enduvinnslustöðin í Búðardal mun opna á ný á morgun 5.maí. Opnunartímar endurvinnslustöðvarinnar verða eins og áður á þriðjudögum frá kl.13-18, fimmtudögum 13-17 og á laugardögum frá kl.11-14. Á opnunartíma endurvinnslustöðvar verður áfram lokað inní krána baka til en ílát fyrir plastefni og bylgjupappa fyrir utan ef fólk er með mikið magn. Á endurvinnslustöðinni er hægt að að flokka í alla úrgangsflokka …

Fyrirkomulag heimsókna á Silfurtún

DalabyggðFréttir

Heimsóknarbanni á Silfurtún verður aflétt 4.maí n.k. samkvæmt leiðbeiningum frá embætti landlæknis. Á sama tíma taka gildi reglur um heimsóknir aðstandenda til íbúa. Aðeins má einn gestur koma í einu til hvers íbúa. Athugið að takmarka gæti þurft fjölda heimsókna í hverri viku í ljósi þess að smit getur borist inn á heimili með gestum. Þá er einnig ekki gert ráð …

Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.300 kr. í skráningargjald. Síðan eru greiddar 6.500 kr. í árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin …