Gleðilega páska og förum varlega!

DalabyggðFréttir

Um leið og Dalabyggð óskar ykkur öllum gleðilegra páska viljum við fara yfir nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

Það er í gildi samkomubann á Íslandi. Það þýðir að ekki mega fleiri en 10 safnast saman á sama stað.

Við brýnum fyrir fólki að virða 2ja metra fjarlægðarregluna og viðhafa grímunotkun þar sem það er ekki hægt.

Nú er mikilvægt að við slökum hvergi og höldum áfram að virða fyrirmæli almannavarna.

Því skulum við hlýða þríeykinu og vera heima hjá okkur um páskana. Komum í veg fyrir slys og aukið álag á heilbrigðiskerfið sem og viðbragðsaðila með því að vera ekki á ferðinni þegar við höfum fengið tilmæli um annað. Lítum frekar í bók, horfum á góða mynd, hlustum á góða tónlist eða spilum, það er svo margt sem hægt er að finna sér til afþreyingar.

Hugmyndir að páskaföndri

Leikur með málshætti

Páska-litabók

Páskaþrautir og gaman

Við minnum á að skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð vegna páskafrís frá og með morgundeginum 1. apríl og opnar að nýju kl.9:00 þriðjudaginn 6. apríl.

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 25. mars og gildir til og með 15. apríl 2021.

Fjöldatakmörkun

Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 10 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Þessi fjöldatakmörkun á þó ekki við um heimilisfólk á heimili sínu.

Börn Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk. taka ekki til barna sem fædd eru 2015 eða síðar. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2005 og síðar.

Grímunotkun

Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, að undanteknum skólum og ákveðnum viðburðum þar sem gestir sitja í bókuðum sætum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar.

Andlitsgrímur skal nota í almenningssamgöngum, í verslunum og annarri þjónustu. Einnig skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun svo sem í heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og -ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.

Starfsemi sem felur í sér sérstaka smithættu

Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir eru óheimilir.

Veitingastaðir þar sem heimilaðir eru áfengisveitingar mega hafa opið til kl. 22 alla daga vikunnar með að hámarki 20 gesti í rými og 2 metra nálægðarmörkum. Allir gestir skulu skráðir og fá afgreiðslu í sæti sem eru númeruð og skráð á nafn, kennitölu og símanúmer. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Heimilt er að taka á móti nýjum gestum til kl. 21.00 og allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl.22. Heimilt er að selja mat út úr húsi til klukkan 23:00.

Skemmtistaðir og krár eru lokaðar.

Spilakassar og spilasalir eru lokaðir.

Lyfja- og matvöruverslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 viðskiptavini  svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.  Einnig er heimilt að hafa allt að 20 starfsmenn í sama rými og viðskiptavinir í verslunum að því gefnu að hægt sé að viðhalda 2 metra á milli einstaklinga.

Aðrar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 50 viðskiptavini  svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.  Einnig er heimilt að hafa allt að 20 starfsmenn í sama rými og viðskiptavinir í verslunum að því gefnu að hægt sé að viðhalda 2 metra á milli einstaklinga.

Við athafnir trú- og lífskoðunarfélaga mega allt að 30 einstaklingar vera viðstaddir, en í erfidrykkjum, fermingarveislum og sambærilegum viðburðum gildir hefðbundin fjöldatakmörkun, 10 einstaklingar í rými.

Sundstaðir eru lokaðir.

Heilsu og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar.

Sóttvarnir

Þrífa og sótthreinsa yfirborðsfleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga snertifleti eins hurðarhúna og handrið.

Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.

Minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum.

Skylt er að nota andlitsgrímur í verslunum og annarri þjónustu.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.covid.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei