Jörvagleði 2021

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar ákvað í ljósi aðstæðna, að í stað þess að fresta Jörvagleði 2021 eins og hún leggur sig yrði dagskráinni breytt svo hún stæði aðeins laugardaginn 24. apríl nk. og tæki mið af þeim reglum sem gilda til að Dalamenn (og aðrir) gætu þrátt fyrir allt gert sér glaðan dag og tekið vel á móti sumrinu.

Það voru vissulega veruleg vonbrigði að geta ekki boðið upp á dagskránna sem búið var að vinna að vegna nýrra tilmæla og samkomubanns.
En þrátt fyrir það þarf ekki að missa gleðina og 24. apríl nk. verður smá dagskrá til að taka á móti sumrinu og gera sér glaðan dag.
Jörvagleði 2021

Dagskrá:

  • Kl.11:00 Sumarhlaup UDN
  • Kl.14:00 „Afbragð annarra kvenna“ – Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur fjallar um Auði djúpúðgu á Teams.
  • Kl.16:00 Dalamaður ársins 2021 – í beinu streymi á Facebook-síðunni „Sveitarfélagið Dalabyggð“.
  • Kl.17:00 Hittum handknattleiksmanninn Björgvin Pál Gústavsson á Teams.
  • Kl.20:00 Spurningakeppni fjölskyldunnar – Lionsklúbbur Búðardals með spurningakeppni á Teams.
  • Kl.22:00 Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Ósk

Nánari upplýsingar má m.a. finna á Facebook-viðburðinum: Jörvagleði 2021

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei