Uppfærð viðbragðsáætlun Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur nú uppfært viðbragðsáætlun sína vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19 veirunnar. M.a. hafa einkenni veirunnar verið uppfærð og farið er yfir aðgerðir sveitarfélagsins í þessari 2.útgáfu. Viðbragðsáætlun Dalabyggðar vegna COVID-19 – 2.útgáfa Einnig má finna báðar útgáfur undir „Skýrslur“ hérna á síðunni.

Sofnum ekki á verðinum

DalabyggðFréttir

Nú þegar sólin er að kíkja meira á okkur og farið að vora er skiljanlegt að íbúum sé farið að hlakka til meiri útiveru og samverustunda með ættingjum og vinum. Þó að jákvæðar fréttir berist af þróun mála hjá okkur er mikilvægt að við höldum fókus og sofnum ekki á verðinum. M.a. hafa borist fréttir af hópamyndum unglinga í sumum byggðarlögum. Viljum …

Gleðilega páska og förum varlega

DalabyggðFréttir

Um leið og Dalabyggð óskar ykkur öllum gleðilegra páska viljum við fara yfir nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Það er í gildi samkomubann á Íslandi. Það þýðir að ekki mega fleiri en 20 safnast saman á sama stað. Við brýnum fyrir fólki að virða 2ja metra fjarlægðarregluna. Þ.e. að ávalt skal hafa a.m.k. 2 metra á …

Veist þú um barn í vanda?

DalabyggðFréttir

Í dag birtist rauður borði á forsíðu dalir.is sem ber heitið „Tilkynningar til barnaverndar“ (sjá meðfylgjandi mynd hér að ofan). Eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum þá aukast líkur á álagstímum að börn verði fyrir ofbeldi og/eða vanrækslu. Þegar skólahald liggur að miklu leyti niðri/er í breyttri mynd þá geta viðbrögð nágranna og aðstandenda skipt sköpum fyrir barnið: …

Meðhöndlun sorps og endurvinnsla vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Vegna Covid-19 faraldursins vill Dalabyggð koma eftirfarandi tilmælum á framfæri er varðar sorp og endurvinnslu: Flokkun fyrir endurvinnslu hefur verið hætt og mun nú allt sorp fara til urðunar. Sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að koma í gáma við eða á gámasvæðinu. Flokkunarkró …

Samband við ættingja með aðstoð spjaldtölvu

DalabyggðFréttir

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún er nú komið með spjaldtölvu sem gerir íbúum kleift að hafa samband við ættingja í gegnum snjallforrit. Heimsóknarbann hefur verið á Silfurtúni vegna COVID-19 veirunnar frá 9.mars s.l. eða í nærri mánuð. Það getur vissulega reynt á bæði íbúa og ættingja þegar svo er komið og því verður nú hægt að hafa samband við Silfurtún til …

Erindi sveitarstjórnar send út

DalabyggðFréttir

Á 190.fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 2.apríl sl. var m.a. fjallað um tengivegi í Dalabyggð og þjónustusamninga við dýralækna á landsbyggðinni. Á fundinum voru samþykktar samhljóða bókanir sem í framhaldinu hefur verið komið á framfæri við viðeigandi aðila, m.a. ráðherra, þingmenn og Vegagerðina. Málin voru tekin fyrir í sveitarstjórn í framhalda af því að sveitarfélaginu barst afrit af áskorun íbúa og hagsmunaaðila …

Kallað eftir fyrirspurnum vegna ársreiknings

DalabyggðFréttir

Á 190.fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem haldinn var 2.apríl s.l. var fyrri umræða um ársreikning Dalabyggðar 2019 tekin undir 1. dagskrárlið. Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi kynnti ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2019 og fór yfir endurskoðunarskýrslu. Ársreikninginn má nálgast hér að neðan og eru íbúar hvattir til að senda inn fyrirspurnir varðandi hann sem teknar verða fyrir við síðari umræðu á fundi …

Rafmagnsbilun í Glerárskógum og Saurbæ

DalabyggðFréttir

Rafmagnsbilun er í gangi í Glerárskógum og Saurbæ, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

Samkomubann framlengt til 4.maí

DalabyggðFréttir

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi fram til 4. maí. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt. Ljóst er að frekari …