Ný Áfangastaðaáætlun Vesturlands fyrir 2021-2023

DalabyggðFréttir

Út er komin önnur útgáfa af Áfangastaðaáætlun Vesturlands sem gildir fyrir árin 2021-2023.

Í henni er sett fram áætlun um áherslur, uppbyggingu og þróun ferðamála í landshlutanum næstu þrjú árin.
Um er að ræða nokkurs konar stefnumótun og verkefnaáætlun sem nýtist jafnt fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum sem láta sig málin varða.

Markmiðið áætlunarinnar er m.a. að stuðla að jákvæðum framgangi ferðamála, samræmdri uppbyggingu innviða og virkri vöruþróun.

Í áætluninni er ekki sett fram eiginleg aðgerðaáætlun og tímasett starfsmarkmið þar sem reynsla ársins 2020 hefur sýnt að það þarf að vera hægt að bregðast við á hverjum tíma og vinna þá aðkallandi verkefni.
Því verður starfsáætlun fyrir hvert ár, sem byggir á meginmarkmiðum og áherslum sem eru sett fram í áætluninni, kynnt í upphafi hvers árs og sett inn í viðauka með áætluninni ásamt gögnum sem styðja við notkun hennar og vinnu við að efla Vesturland sem eftirsóknarverðan áfangastað – til að dvelja og njóta.

Skýrslan er einungis gefin út á rafrænu formi og hægt er að nálgast hana hér: Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2021-2023

Ítarlega frétt má finna á vef Skessuhorns.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei