Viðgerðir á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir tilboðum í að skipta um þakklæðningu á norðurálmu Silfurtúns. Þeir sem óska eftir gögnunum skulu senda póst á dalir@dalir.is. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar, merkt „Verðkönnun: Silfurtún þak 2020“, fyrir kl. 12 þriðjudaginn 4. ágúst. Einnig má skila með því að senda tölvupóst á kristjan@dalir.is.

Útboð á sorphirðu

DalabyggðFréttir

Fljótlega verða auglýst tvö útboð vegna sorphirðu. Annars vegar er um að ræða almenna sorphirðu þar sem miklar breytingar eru framundan. Hins vegar er um að ræða söfnun og flutning á dýrahræjum.

Framkvæmdir við fráveitu

DalabyggðFréttir

Nú eru hafnar framkvæmdir við fyrsta áfanga af þremur við fráveitu í Búðardal. Í þessum áfanga verður tengdar saman útrásir fráveitanna norðan og sunnan megin. Í öðrum áfanga verður lögð útrás og þriðji áfangi er hreinsistöð. Það er fyrirtækið Stafnafell ehf. sem sér um fyrsta áfangann. Á meðan á framkvæmdum stendur verður töluvert rask, sérstaklega þegar fara þarf í gegnum …

Tilboð í rekstur mötuneytis Silfurtúns

DalabyggðFréttir

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún óskar eftir tilboðum í rekstur á mötuneyti heimilisins. Á heimilinu eru 13 íbúar og á hverri vakt eru einn til sex starfsmenn. Hægt er að nálgast tilboðsgögn frá 29. júlí á skrifstofu Dalabyggðar og á dalir.is. Frestur til að skila tilboðum er til 15. ágúst 2020.

Laus störf: Störf á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Á Silfurtúni eru 13 íbúar og starfsmenn eru um 10. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið verður í störfin frá 24. ágúst eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um störfin veitir Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, netfangið er haflina@dalir.is. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst. Umsóknir á að senda í tölvupósti á netfangið haflina@dalir.is. Sjúkraliði Laust er til umsóknar …

Sögurölt við Þiðriksvallavatn

DalabyggðFréttir

Fimmtudagskvöldið 23. júlí kl. 19:30 verður farið í sögurölt við Þiðriksvallavatn, frá stíflunni ofan við Þverárvirkjun og eftir vegarslóða fram að eyðibýlinu Vatnshorni. Um er að ræða 2,5 km göngu hvora leið, samtals 5 km, svo þetta rölt er heldur lengra en venjan er. Frá ýmsu er að segja þarna í Þiðriksvalladalnum og búast má við fróðleik um búskap og …

Sögurölt: Ásgarðsstapi – breyttur dagur

DalabyggðFréttir

Sögurölti á Ásgarðsstapa hefur verið frestað til mánudagsins 20. júlí vegna veðurs, sjá uppfærða frétt hérna að neðan:   Í þriðja sögurölti sumarsins verður gengið á Ásgarðsstapa í Hvammssveit. Röltið verður mánudaginn 20.júlí kl. 19:30 og hefst við afleggjarann að Ásgarði. Í stapanum búa álfar og verður sagt frá samskiptum þeirra við okkur mannverurnar, auk þess sem Ásgarðsfeðgar segja frá …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Styrkirnir eru til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Umsóknarfrestur er til og með 24.ágúst 2020. Á vef Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi má finna rafræna umsóknargátt.  Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.  Athugið að ekki er verið að veita styrki fyrir menningarverkefni í þessari úthlutun. Fyrir aðstoð við umsóknir má hafa samband við: …

Sögurölt: Örlagasögur í landi Bassastaða

DalabyggðFréttir

Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna halda áfram samstarfi sínu um sögurölt í sumar. Fimmtudaginn 9. júlí verður söguröltið á Ströndum og verður gengið í landi Bassastaða við norðanverðan Steingrímsfjörð. Gangan hefst kl. 19:30 dálítið utan við bæinn á Bassastöðum, neðan við Strandaveg, þar sem til skamms tíma var beygt yfir Bjarnarfjarðarháls (eða Bassastaðaháls). Um er að ræða stutta göngu …