Rafmagnstruflanir – Skógarstrandarlína

DalabyggðFréttir

Raforkunotendur á Skógarströnd, Dalabyggð, þ.e. Suðurdalir, Búðardalur, Fellströnd, Saurbær og Skarðströnd, komið gæti til rafmagnstruflana í nótt vegna vinnu í tengivirki á Glerárskógum frá miðnætti til kl. 06 í fyrramálið. Nánari upplýsingar gefur Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390. Kort af svæði sem talið um er að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

Ferming í Hjarðarholtskirkju

DalabyggðFréttir

Þeir Alexander Örn og Daníel Freyr Skjaldarsynir fermast við hátíðlega athöfn í Hjarðarholtskirkju á morgun, 4. júlí, kl. 11:00. Prestur sr. Anna Eiríksdóttir, organisti Halldór Þ Þórðarson og kórfélagar.

Laust starf: Ostaframleiðsla MS Búðardal

DalabyggðFréttir

Mjólkursamlag MS í Búðardal óskar eftir áhugasömum aðila til starfa við framleiðslu á Dala-ostum. Æskilegt er að viðkomandi aðili sé búsettur í Dalabyggð eða hafi áhuga á búsetu þar. Allar nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, ludvikh@ms.is og Garðar Freyr Vilhjálmsson, gardarv@ms.is   MS Búðardal framleiðir m.a. Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. Ostagerðarmenning MS Búðardal byrjaði árið 1977.   Sjá einnig: …

Deiliskipulag fyrir Iðjubraut í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 22. júní 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði við Iðjubraut í norðurjaðri byggðarinnar, austan Vesturbrautar. Landnotkun á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi Dalabyggðar er athafna- og iðnaðarsvæði og fellur nýtt deiliskipulag undir þá skilgreiningu. Skipulagssvæðið er um …

Sögurölt á Skarði á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum halda áfram samstarfi sínu um sögurölt. Fyrsta rölt sumarsins verður miðvikudaginn 1. júlí kl. 19:30 og hefst á hlaðinu á Skarði. Stella kollubóndi á Skarði og Valdís safnvörður munu vappa um hlaðið og nágrenni og segja sögur af alls konar konum á Skarði. Húsfreyjum, húskonum, vinnukonum, stúlkum, reifabörnum og draugum. Rétt er þó að …

Rafmagn í Saurbæ

DalabyggðFréttir

Rafmagnsbilun er á Saurbæjarlínu. Unnið er að viðgerð. Rafmagnslaust verður í Saurbæ frá Árseli Hvítadal að rofa við Klofning 30.06.2020 frá kl 13:30 til kl 14:00 vegna vinnu við háspennustreng. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 193.fundur – breytt staðsetning

DalabyggðFréttir

193.fundur sveitarstjórnar verður haldinn mánudaginn 22. júní kl. 16:00. Fundarstaður breytist og verður í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal (í staðinn fyrir Árblik). Ástæða breytingarinnar er erfidrykkja í Árbliki 23. júní sem þarf að undirbúa. Dagskrá helst óbreytt.   FUNDARBOÐ   193. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. júní 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 193.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ   fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. júní 2020 og hefst kl. 16:00   Dagskrá:   Almenn mál 1. 1806009 – Kjör oddvita og varaoddvita 2. 1806010 – Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð 3. 1806011 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar 4. 2005033 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki IV. 5. …

Fermingarmessa í Snóksdalskirkju 17.júní

DalabyggðFréttir

Fermingarmessa verður í Snóksdalskirkju á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, kl. 12:00. Fermingarbörn eru Jóhanna Vigdís Pálmadóttir og Mikael Magnús Svavarsson. Altarisganga fer fram síðar. Organisti er Halldór Þ Þórðarson, ásamt söngfólki. – Sóknarprestur.

Forsetakosningar 2020

DalabyggðFréttir

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27.júní 2020. Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is Kjörskrá fyrir Dalabyggð mun liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 16.júní til kjördags, þ.e. mánudaga – föstudaga kl.09:00-13:00 Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé …