Til fyrirmyndar í öryggi barna og notkun öryggisbelta

DalabyggðFréttir

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Samgöngustofa gerðu könnun á öryggi barna í bílum við leikskóla á þessu ári. Könnunin var gerð við 50 leikskóla í 25 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 1.777 börnum kannaður.

Það er ánægjulegt að segja frá því að Búðardalur var meðal þeirra þéttbýliskjarna sem eru til fyrirmyndar í öryggi barna í bílum og notkun öryggisbelta ökumanna.

Niðurstöður könnunarinnar má lesa í skýrslu Samgöngustofu fyrir 2021 með því að smella HÉR.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei