Íbúafundi breytt í kynningu

DalabyggðFréttir

Þar sem COVID-19 smit hafa verið staðfest í Dalabyggð og í ljósi þess fjölda fólks sem nú er í einangrun/sóttkví hefur sveitarfélagið ákveðið að aflýsa íbúafundi um vinnslutillögu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 sem fyrirhugað var að halda á morgun, þriðjudaginn 26. október, klukkan 17:00.

Þess í stað verður vinnslutillagan kynnt í opnu streymi á Facebook síðu Dalabyggðar á morgun, þriðjudaginn 26. október og hefst kynningin klukkan 17:00. Áhugasömum gefst kostur á að koma með spurningar (skráð í athugasemdakerfi við útsendinguna) sem verður svarað þegar kynningunni er lokið.

Þar sem fólki gefst ekki kostur á að mæta á íbúafund á morgun verður vinnustofa í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins þess í stað haldin í Dalabúð þann 10. nóvember nk. en nánari upplýsingar um vinnustofuna verða birtar á heimasíðu Dalabyggðar á næstu dögum.

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei