Framtíð félagsheimilanna – fundir í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar boðar til hugarflugsfunda um framtíð félagsheimilanna í sveitarfélaginu.

    • 2. nóvember í Árbliki kl.20:00
    • 4. nóvember í Tjarnarlundi kl.20:00
    • 9. nóvember á Staðarfelli kl.20:00
    • 11. nóvember í Dalabúð kl.20:00

Allir velkomnir!

Á dagskrá verður m.a. kynning á samatekt um hvert félagsheimili, ávarp frá menningarfulltrúa SSV og hugarflugsvinna gesta.

Niðurstöður fundanna verða teknar saman og sendar byggðarráði Dalabyggðar til upplýsingar.

Sl. vor voru haldnir fjarfundir þar sem farið var yfir rekstur og notkun hvers félagsheimilis. Upplýsingar frá fundunum má sjá hér fyrir neðan:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei