Ráðstefna um aukið samstarf safna á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Í streymi frá Safnahúsi Borgarfjarðar 12.júní 2020, hefst kl.09:00. Samtök sveitarfélaga á vesturlandi halda vefráðstefnu um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Ráðstefnan hefst á fræðsluerindum um safnastarf og starf safna á landsbyggðinni, en seinni hluti ráðstefnunnar er málþing safnafólks, starfsmenn menningarverkefna sveitarfélaganna og nefndarmenn menningarmálanefnda á Vesturlandi. Fræðsluerindin eru öllum opin og verða streymt á Facebook síðu SSV úr Safnahúsi …

Kvennahlaup ÍSÍ

DalabyggðFréttir

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Kvennahlaupið í Búðardal verður því 13. júní kl. 11.00. Byrjum í Björgunarsveitarhúsinu, Vesturbraut 12, og hlaupum stóra hringinn í Búðardal. Í ár verða ekki seldir bolir á hlaupastað en hægt er að panta þá með því að smella hér: PANTA BOL Einnig er hægt …

Vinnufundur um Vestfjarðaleiðina

DalabyggðFréttir

Í dag var haldinn vinnufundur með Vesfjarðarstofu og Vesturlandsstofu vegna nýju ferðaleiðarinnar „Vestfjarðaleiðin“. Vinnan á fundinum snéri að því að greina hvað það væri á svæðinu sem heyrði undir mismundani þema í ferðaleiðinni s.s. matarupplifun, söguslóðir og gönguleiðir. Var vel mætt á fundinn og fór Vestfjarðastofa frá honum hlaðin hugmyndum.  

Leikjanámskeið sumarið 2020

DalabyggðFréttir

Leikjanáskeiðið í ár hefst mánudaginn 8.júní og líkur 25.júní. Námskeiðið er frá mánudegi til fimmtudags frá 13:00 – 16:00 og skulu krakkarnir taka með sér nesti fyrir 1 nestistíma. Það er 1 frídagur á þessu tímabili og er það miðvikudagurinn 17. Júní. Leiðbeinendur í ár eru Soffía Meldal Kristjánsdóttir og Sara Björk Karlsdóttir. Við ætlum að stækka námskeiðið í ár …

Sumarstörf fyrir námsmenn

DalabyggðFréttir

Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku eða til mánudagsins 8.júní n.k. Laus eru til umsóknar þrjú sumarstörf fyrir námsmenn sem eru hluti af átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og er þetta tiltekna úrræði bundið eftirfarandi skilyrðum: Ráðningarsambandið varir að hámarki í tvo mánuði og skal eiga sér stað á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst næstkomandi. …

Vinnufundur í Búðardal: Vestfjarðaleiðin

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 4. júní kl. 14:00 munu Vestfjarðastofa og Vesturlandsstofa halda fund um ferðaþjónustu í Dalabyggð í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11, Búðardal – fundarsal á 2.hæð. Fjallað verður um þróun nýrrar ferðamannaleiðar, Vestfjarðaleiðin, og farið yfir tengingu við áfangastaði innan svæðisins. Við hvetjum ferðaþjóna á svæðinu, sem og aðra áhugasama um uppbyggingu ferðaþjónustu, að mæta á fundinn og taka þátt í …

Laust starf: Afleysing á gámastöð

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir starfsmanni í sumarfleysingar á gámasvæði fyrir sorp 7. júlí til 17. ágúst Um er að ræða 50% starf. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: Vera 18 ára eða eldri. Geta unnið sjálfstætt og skipulega. Eiga auðvelt með mannleg samskipti og að sinna þjónustustarfi. Umsóknir um störfin skulu sendar á netfangið dalir@dalir.is. Þangað er einnig hægt að senda …

Afhending íbúða í Bakkahvammi

DalabyggðFréttir

Í dag var formleg afhending á nýjum íbúðum við Bakkahvamm 8, þ.e. íbúðum a, b og c sem eru í eigu Bakkahvamms hses. Ómar Guðmundsson hjá Hrafnshóli afhenti Einari Jóni Geirssyni formanni Bakkahvamms hses. íbúðirnar sem voru síðan afhentar tilvonandi leigjendum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra var viðstaddur afhendinguna ásamt stjórn Bakkahvamms hses, fulltrúum sveitarstjórnar Dalabyggðar, fulltrúum frá Húsnæðis- …

Fyrirkomulag kynningafunda vegna breytinga á aðalskipulagi

DalabyggðFréttir

Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi 25.maí s.l. er allt að 200 manns heimilt að koma saman í hverju sóttvarnarrými. Með tilliti til þess verður hámarks gestafjöldi í Dalabúð í kynningarfundum vegna breytinga á aðalskipulagi Dalabyggðar sem verða haldnir 3.júní n.k. 200 manns á hvorn. Athugið að ekki verður unnt að gæta að 2ja …