Krambúðin opnar í Búðardal

DalabyggðFréttir

Í dag opnuðu Samkaup Krambúðina í Búðardal þar sem Kjörbúðin var áður til húsa að Vesturbraut 10. Af því tilefni veittu Samkaup þrjá samfélagsstyrki í Dalabyggð: Ungmennafélagið Ólafur pá – styrkur: 75.000kr.- Slysavarnardeild Dalasýslu – styrkur: 75.000kr.- Foreldrafélag Auðarskóla – styrkur: 75.000kr.-  

Hleðsla á slökkvitækjum

DalabyggðFréttir

Lionsklúbbur  Búðardals í samvinnu við Slökkvilið Dalabyggðar gengst fyrir hleðslu á slökkvitækjum. Tekið verður á móti slökkvitækjum í slökkvi-stöðinni í Búðardal.       Móttakan verður opin 19. og 20. maí milli kl. 17:00 og 19:00 og  fimmtudaginn 21. maí nk. frá 10:00 til kl. 19:00. Verðið er sem hér segir:    2 kg dufttæki og vatnstæki……………………. 3.534 kr m/VSK. 6  og 12 kg …

Tómstundastyrkir fyrir börn og ungmenni

DalabyggðFréttir

Vakin er athygli á að til að fá greiddan frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 3 til 18 ára þarf að skila inn greiðslukvittun til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15.maí fyrir vorönn og 15.desember fyrir haustönn. Umsóknareyðublað má nálgast hér: Umsókn um tómstundastyrk

Tilboð óskast í verk: Fráveita í Búðardal – landlagnir

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Fráveita í Búðardal – landlagnir“. Það felur í sér lagningu um 380 metra af skólplögnum, ásamt tveimur brunnum og tengingum við eldri útrásir. Kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 15.maí kl.13 á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal. Útboðsgögn verða send rafrænt í tölvupósti. Senda skal ósk um útboðsgögn á netfangið kristjan@dalir.is Fyrirspurnir skulu berast …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 192.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 192. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 14. maí 2020 og hefst kl. 14:30   Dagskrá:   Almenn mál 1. 2003029 – Ársreikningur Dalabyggðar 2019 – síðari umræða. 2. 2003031 – Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 3. 2004027 – Skjalastefna Dalabyggðar 4. 2005012 – Erindi vegna fasteignagjalda á ferðaþjónustuhúsnæði. 5. 2003042 – Hróðnýjarstaðir – breyting á aðalskipulagi vegna …

Ályktun vegna stöðvunar grásleppuveiða

DalabyggðFréttir

Þann 30.apríl s.l. undirritaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, reglugerð um stöðvun veiða á grásleppu á þessu fiskveiðiári. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar tók málið fyrir á 16.fundi sínum þann 5.maí s.l. og sendi að honum loknum ályktun til byggðarráðs. Byggðarráð hélt svo 245.fund sinn 7.maí s.l. þar sem samþykkt var ályktun sem hefur verið send á ráðherra, þingmenn og Hafrannsóknarstofnun. „Byggðarráð …

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

DalabyggðFréttir

Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða. Þvoum okkur um hendur Sprittum hendur Munum 2 metra fjarlægð Sótthreinsum sameiginlega snertifleti Verndum viðkvæma hópa Hringjum í heilsugæsluna ef við fáum einkenni Tökum áfram sýni Virðum sóttkví Virðum einangrun Veitum áfram góða þjónustu Miðlum traustum upplýsingum Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis …

Garðsláttur fyrir öryrkja og eldri borgara

DalabyggðFréttir

Nú þegar fer að sumra fara eflaust margir að huga að garðvinnu. Dalabyggð verður eins og undan farin sumur með garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega í Dalabyggð. Réttur til garðsláttar er bundinn við húsnæði þar sem umsækjandi hefur lögheimili og fasta búsetu. Komugjald er 1.000kr- fyrir sumarið 2020. Hægt er að biðja um garðslátt þrisvar sinnum yfir sumarið en beðahreinsun …

Byggðaráðstefnan 2020 – kallað eftir erindum

DalabyggðFréttir

Byggðaráðstefnan 2020 verður haldin dagana 13.-14. október n.k. á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Menntun án staðsetningar? Framtíð menntunar í byggðum landsins. Kallað er eftir erindum á ráðstefnuna og hægt að senda tillögur að fyrirlestri til Byggðastofnunar sjá nánar á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi eða með því að smella HÉR.  

Skrifstofa sýslumanns í Búðardal lokuð vegna sumarleyfis

DalabyggðFréttir

Skrifstofa sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð frá 7. maí til 9. júní nk. vegnar sumarleyfis. Við bendum á að hægt er að nálgast upplýsingar og þjónustu á www.syslumenn.is, með því að senda póst á vesturland@syslumenn.is eða í gegnum síma: 458-2300.