Ný örsýning Byggðasafns Dalamanna á héraðsbókasafninu

DalabyggðFréttir

Á bókasafninu er nú komin ný örsýning frá Byggðasafni Dalamanna. Eru það gleraugu og gleraugnahús í vörslu safnsins. Verður þessi sýning eitthvað fram í apríl. Héraðsbókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30-17:30.

Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta

DalabyggðFréttir

Landlæknir hefur birt á vefsíðu sinni ráðgjöf vegna Covid-19 og mannamóta, sem er hægt að nálgast hér. Einnig er bent á að á vefsíðu Embætti landlæknis og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er að finna upplýsingar og leiðbeiningar varðandi Covid 19.  Íbúar eru hvattir til að fylgjast með nýjustu upplýsingum á áðurnefndum síðum og fylgja leiðbeiningum Embættis landlæknis.

Opnað fyrir umsóknir á morgun

DalabyggðFréttir

English below Búið er að stofna upplýsingasíðu fyrir Bakkahvamm hses og umsóknarferli, sjá HÉR. A page for information about Bakkahvammur hses and application process has been created, see HERE.   Opnað verður fyrir umsóknir um nýjar íbúðir í Bakkahvammi á morgun fimmtudaginn 12.mars n.k. Það er húsnæðissjálfseignarstofnunin Bakkahvammur hses. sem leigir út íbúðirnar. Til úthlutunar verða þrjár íbúðir, tvær sem …

Aðalfundi FEBDOR frestað

DalabyggðFréttir

Fyrirhugaður aðalfundu félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólum sem átti að vera á fimmtudaginn 12.mars n.k. hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Ráðið í starf hjúkrunarframkvæmdastjóra og umsjónarmanns heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin frá byrjun maí sem nýr hjúkrunarframkvæmdastjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni. Þá hefur Sigríður Jónsdóttir verið ráðin umsjónarmaður heimaþjónustu til eins árs. Sigríður er einnig bókavörður og hefur haft umsjón með vinnuskólanum.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna

DalabyggðFréttir

Foreldrar/forsjáraðilar sem greiða húsaleigu vegna 15–17 ára barna sinna á heimavist, á námsgörðum eða í leiguherbergi hjá óskyldum vegna náms hér á landi fjarri lögheimili eiga rétt á húsnæðisstuðningi sé sambærilegt nám ekki í boði í sveitarfélaginu. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er greitt aftur í tímann. Umsókn …

Heimsóknarbann á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Silfurtúns vegna sýkingahættu af völdum kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi. Stjórn Silfurtúns hefur tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með mánudeginum 9. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnarlækni og landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst …

Ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga frestað

DalabyggðFréttir

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga sem stóð til að halda á vegum SSV að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit fimmtudaginn 12. mars n.k. vegna COVID-19 veirunnar. Því miður er þetta niðurstaðan en vonir standa til að hægt verði að halda ráðstefnuna seinni partinn í maí en það mun skýrast á næstu vikum.

Deiliskipulag fyrir Gildubrekkur í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2020 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Hlíðar í Hörðudal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga  nr. 123/2010. Deiliskipulagið nær yfir frístundabyggð á jörðinni Hlíð í Dalabyggð og er skipulagssvæðið, Gildubrekkur, staðsett fyrir neðan þjóðveg nr. 581. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi frístundahús, þjónustuhús, hesthús, vélaskemma og …